Katrín skilar umboðinu

Mynd: mbl.is

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands funduðu klukkan 10. í morgun. Þar skilaði Katrín stjórnar­mynd­un­ar­um­boðinu til for­setans, en ljóst var á miðvikudag að slitnað hefði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylking­ar, Viðreisn­ar, Pírata og Bjartr­ar framtíðar. 

„Ég ákvað það í gær að henda inn hand­klæðinu,“ sagði Katrín við blaðamenn á Bessa­stöðum, eft­ir fund sinn með Guðna Th. Jó­hann­es­syni, forseta Íslands. Katrín átti fund með þing­flokki sín­um í morg­un og greindi þar frá því að hún myndi skila inn umboðinu. Sagðist hún jafnframt hafa fengið stuðning við þá ákvörðun frá þingflokksmönnum sínum. 

Katrín telur að staðan sé snú­in en vill þó ekki tjá sig um það hver næstu skref ættu að verða. Það væri í hönd­um for­set­ans. Að henn­ar mati færi best á því, að flokk­arn­ir færu hver og einn yfir stöðuna. Hugsa þyrfti út fyr­ir kass­ann að flokkarnir þurfi jafnvel að slaka meira á sínum kröfum.

Þegar Katrín var spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær. En að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum, málefnalega sé langt á milli flokkanna. Hún hafi því ákveðið að skila umboðinu, því væru næstu skref í höndum forsetans.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir