Kisi í sjálfheldu

Vísir.is greindi frá ketti nokkrum sem kom sér í sjálfheldu á húsasyllu fyrr í dag. Kötturinn hafði einhvernveginn komið sér á sylluna, en engin leið var fyrir hann að koma sér af henni!

Kattargreyið sat þarna fastur, sem olli eiganda hans miklum áhyggjum. Eigandi kattarins hringdi í Sökkvilið Reykjavíkur til þess að koma kettinum niður. Slökkviliðið mætti á svæðið og náði kettinum niður með kranabíl. 

Eigandi kattarins var hinn glaðasti þegar kötturinn var kominn í hendur slökkviliðsmannanna, og þakkaði eigandi þeim fyrir með knúsum.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir