Loftslagsbreytingafundur Sameinuðu þjóðanna

Líkt og mbl.is greindi frá í dag stendur fundur Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn loftslagsbreytingum yfir um þessar mundir. 

Fulltrúar tæplega 200 landa eru samankomnir í Marokkó til að ræða hin brýnustu málefni er varða stefnu í loftslagsbreytingamálum. Á fundinum hefur verið greint frá að loftlagsmálefnin verði sett í fyrirrúm hjá ríkjunum á komandi árum til að sporna við hlýnuninni á sem bestan hátt. Á fundinum hafa 111 ríki staðfest Parísarsamkomulagið um að reyna að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eins vel og hægt er. 

Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í síðustu viku hafa margir óttast það hvort afstaða Bandaríkjamanna muni breytast. Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki á hnattræna hlýnun og loftslagsbreytinga vandamálin sem hrjá heiminn um þessar mundir. Forsvarsmenn Kína, Indlands, Brasilíu og Suður Afríku lögðu þó áherslu á þá staðhæfingu sína að þróuð lönd ættu ekki að draga atkvæði sitt til baka hvað varðar Parísarsamkomulagið.  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir