Reynslulausir vitleysingjar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður

í nýliðnum alþingiskosningum komst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ung Sjálfstæðiskona inn á þing. Hún er fædd árið 1990 og er því 26 ára gömul, hörkudugleg og ákveðin ung kona. Ég tók eftir því að margir gerðu athugasemdir við það að svona ung og reynslulítil kona væri að fara vera þingmaður. Þessar athugasemdir komu gjarnan frá fólki sem að er sirka fimmtugt og eldra og telur sig því lífsreynt og ,,sopið fjöruna marga”. Kannski er það bara ég, en hefur þetta eldra fólk bara enga trú á okkur unga fólkinu? Ég mundi einmitt halda að nýtt og ferskt fólk væri þarft á þing. Með nýjar hugmyndir og líta lífið kannski aðeins bjartari augum heldur en þessir fýlupúkar sem að telja sig vita allt best. 

Dómharka er eitthvað sem að mér finnst oft einkenna eldra fólk og er það afar leiðinlegt að heyra. Dómharka er oftar en ekki byggð á fáfræði og skilningsleysi. Hvar er bjartsýnin og trúin? Ég trúi því að Áslaug Arna muni standa sig betur á þingi en margur hver ,,reynsluboltinn”. Við erum fólkið sem að er að fara taka við samfélaginu á næstu árum, ekki skjóta okkur niður við fæðingu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir