Alţjóđadagurinn í HA

Fimmtudaginn 31. október verður haldinn hinn árlegi Alþjóðadagur Háskólans á Akureyri. Í skólanum verður alþjóðleg stemning og kynntir verða möguleikar á skiptinámi og kennaraskiptum.


Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, setur Alþjóðadaginn með ávarpi klukkan 11:45 í Miðborg. Það verður kynning á skiptinámi og kennaraskiptum. Á meðan kynningu stendur verða kaffi og kökur í boði. Erlendir skiptinemar við HA verða með bása í Miðborg(anddyri Sólborgar) þar sem þeir kynna sitt heimaland, menningu og skóla. Hugsanlega bjóða þeir upp á smakk af þjóðlegum mat frá sínu heimalandi. Um kvöldið verður alþjóðanefnd FSHA með Pub Quiz, spurningarnar verða á ensku og með alþjóðlegu ívafi. 

Kl. 20:00 verður svo Pub Quiz á Backpackers á vegum FSHA. Quizið verður á ensku og með alþjóðlegu ívafi. 
 

Nú eru 13 nemendur frá Seattle í Háskólann á Akureyri, en þau ætla að vera hér í þrjár vikur. Þetta er hluti af tveggja mánaða ferð þeirra til Íslands. Flest eru þau mannfræðinemar. Nemendurnir frá Seattle munu segja frá því á Alþjóðadeginum hvað þau eru að gera hér á landi.

Hér er hægt að sjá dagskrá Alþjóðadagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir