Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn gerđur upp

Ítalski folinn kominn í vetrarbúning

Í ljósi láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hversu illa íslenskum fjölmiðlum hefur gengið að gera Alþjóðargjaldeyrissjóðnum skil hefur Landpósturinn leitað álits hins ítalska Dr Giorgio Baruchello. En Dr Giorgio Baruchello er dósent við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hann las heimspeki við Háskólann í Genova og Háskóla Íslands. Giorgio hlaut doktorsgráðu við Háskólann í Guelph. Giorgio Baruchello hefur birt fjölda fræðigreina, flestar á sviði félagsheimspeki og stjórnmálaheimspeki. Hann tók við ritstjórn Nordicum-Mediterraneum árið 2005.

 

Hverskonar stofnun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og hverjir stýra honum?
Eins og forseti Íslands sagði hér á mánudaginn er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ein þriggja stofnanna sem voru stofnaðar eftir síðari heimsstyriöld. Til þess að stuðla að efnahagslegum umbótum í löndum sem þjáðust eftir stríðið. Á þeim tíma aðstoðaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki erlend stórfyrirtæki við að arðræna stríðshrjáðar þjóðir sem báðu um aðstoð. Þetta gerði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lengi og jafnvel á síðustu árum má finna nokkur lönd þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert gagn. En í mínum rannsóknum hef ég komist í kynni við svo mörg dæmi þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert gríðarleg mistök, eins og forseti Íslands sagði að það væri kjánalegt að gera sér ekki grein fyrir þeim mistökum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var, á áttunda og níunda áratugnum, oft mjög rausnarlegur við lönd þar sem einræðisherrar sem voru hliðhollir vestrænum stórfyrirtækjum réðu ríkjum. Önnur staðreynd um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að þeir sem mestu ráða þar stjórnast af nýfrjálshyggju.

 

Hvað fellst í þannig (nýfrjálshyggju) efnahagsstjórnun?
Þeir trúa því að með því að opna landamæri fyrir alþjóðarviðskiptum, þar með talið viðskipti með gjaldeyri og öðrum fjármálavörum sem er ekki það sama og afurðirnar og þjónustan sem hið raunverulega hagkerfi skapar, muni auður flæða inn í landið. Þannig að þeir þrýsta á einkavæðingu almannaeigna og lækkun útgjalda hins opinbera. Mörg landanna sem hafa farið í gegnum þetta ferli hafa staðið verr að vígi eftir á. Allavega hvað varðar aðgang fólks að framhaldsmenntun, heilbrigðisþjónustu og svo hækkaði hlutfall fólks sem lifði undir fátæktarmörkum. Þetta eru mistökin sem forseti Íslands átti við í ræðu sinni hér á mánudaginn. Joseph Stigliz, fyrrum ráðgjafi Bills Clintons og nóbelsverðlaunarhafi í hagfræði, hefur gagnrýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann gríðarlega fyrir framgöngu þeirra á tíunda áratugnum.

 

Hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn breyst til hins betra á síðustu árum?
Því hefur verið haldið fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi breyst mikið á síðustu átta árum. Þar er nýr forseti þannig að í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er nýr hópur. En hversu mikið vald sá hópur hefur til að draga úr á nýfrjáshyggjunni kemur í ljós.

 

Í ljósi orðspors Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ætti íslenska þjóðin að hafa áhyggjur af auðlindum landsins? Ah það munu alltaf vera einhverjir hagfræðingar sem halda því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi hjálpað þjóðum í Suður-Ameríku og Afríku. En eins og ég kom inná áðan í rannsóknum mínum hef ég komist í kynni við svo mörg dæmi þar sem hið öfuga hefur gerst. Þegar ég spyr kunningja mína frá Argentínu eða jafnvel fyrrverandi Júgóslavíu tala þeir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og bændur frá 17. öld hefðu tala um pláguna. Ég endurtek það sem forsetinn sagði á mánudaginn að það væri kjánalegt að gera sér ekki grein fyrir mistökunum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert. Og teiknin sem eru á lofti lofa ekki góðu eins og tillaga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að einkavæða íbúðarlánasjóð. Það er í samræmi við orðspor Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stefnu nýfrjálshyggjunnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánar oft löndum lága upphæð gjaldeyris til skamms tíma án margra skilmála. En svo lendir landið í erfiðleikum þegar það á að borga lánið, þá er nýtt lán eða framlengin lánsins lagt til með fleirri skilmálum, eins og einkavæðing auðlinda landsins. Þessi atburðarrás yrði hræðileg og sorgleg.

 

Miðað við ástand efnahagsmála í heiminum í dag og þá sérstaklega á Íslandi, átti Ísland einhverja aðra kosti en að þyggja aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?
Þetta er áhugaverð spurning. Ég er ekki með neitt ákveðið svar við því. En ég hefði viljað sjá þessa spurningu rædda innan háskólanna, í fjölmiðlum og á alþingi. Þannig að Íslendingar hefðu séð hverskonar lán og valmöguleikar stóð íslenskum yfirvöldum til boða. Lýðræðisleg og opin umræða. Því ég gæti jafnvel haft framlag til málsins án þess að hafa nein svör en ég hef heldur ekki aðgang að neinum gögnum. En ef ég hefði þurft að leggja eitthvað til, þá hefði ég bent á þrjá kosti. Vandamál Íslands er tilkomið vegna gríðarlegra skulda, skulda vegna bankanna og þjóðarinnar. Úr því að skuldir hafa skapað svona stórt vandamál finnst mér skrítið að við ákveðum að steypa okkur í meiri skuldir. Í öðru lagi þurfum við að leita ráða hjá löndum sem hafa áður lent í miklum skuldum og fátækt. Hérlend yfirvöld ættu því að leita ráða hjá yfirvöldum og leiðtogum í Suður-Ameríku og vissum Afríkuríkjum. Sem hefði falið í sér smá bið. Undanfari lánsins hefur einkennst af óðagoti og það skilar ekki góðum ákvörðunum. Í þriðja lagi að leita til landa sem hafa komist af án íhlutunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þessara viðhorfa til skulda og utan aðkomandi gjaldeyris brjálæði. Lönd eins og Noregur, Malasía sem var eina landið í Asíukreppunni sem setti mjög strangar reglur um fjárhagsleg viðskipti milli þeirra og annara landa. Sem þýddi að einu viðskiptin sem mátti stunda voru þau sem voru tengd raunverulegum vörum, vörur eins og viður, fiskur eða til dæmis ál. Strangar reglu í stað þess að opna hagkerfið. Þetta gerði Malasía gegn ráðleggingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og það land kom skást út úr þeirri kreppu. Þriðja landi sem við getum lært af er Kúba en það er mjög fátækt land sem hefur lengi verið einangrað, sérstaklega viðskiptalega. En samt hafa þeir mjög gott heilbrigðiskerfi og hátt menntunarstig. En landið er að öðru leiti í slæmum málum.

 

Er nýfrjálshyggjan fallin?
Ég hef ekkert á móti frjálsum viðskiptum á meðan þau eru arðbær og til góðs fyrir þjóð viðkomandi lands. Þá á ég ekki endilega við arðbær fjárhagslega heldur einnig til góðs fyrir menntun, heilbrigðiskerfið, félagskerfið almennt og lífsgæði. Nýlegar rannsóknir sýna að ójöfnuður hefur aukist allstaðar í Evrópu fyrir utan Grikkland og Bretland. En Bretland hefur áður gengið í gegnum svipað nýfrjálshyggju tímabil eins og við erum í núna, þá á ég við Thatcher tímabilið. Nýfrjálshyggjan hefur ekki skilað þeim mikla auð og þeirri hagsæld sem við héldum hún myndi gera og eigum við þess vegna að halda áfram á þeirri braut? Málið með nýfrjálshyggjuna er að hún hefur skapað umhverfi þar sem raunverulegt frelsi til viðskipta er ekki að finna. Þar hafa fá stór fyrirtæki stjórn á verði og framboði. Frjáslyndar hugmyndir Adams Smiths hafa verið breyttar og afbakaðar. Sú hugmynd að markaðsöflin finni alltaf bestu leiðina er að mínu mati hjátrú, þetta virkar ekki. Þá kenna þeir ríkisstjórnunum um, ríkisstjórnum sem verða veikari og veikari og þeir kenna mannlegu eðli um, að fólk sé spillt. Annað atriði um nýfrjálshyggjuna er að hún byggir á óafsannanlegri kenningu. Kenningu sem heldur því fram að ef markaðsöflin fái frjálsar hendur muni þau framleiða auð. Ef auðurinn kemur ekki er alltaf hægt að segja við þurfum bara að bíða lengur eða markaðurinn er ekki nógu frjáls.

 

Einhver lokaorð?
Fólk þarf að hugsa upp á nýtt hvaða hlutverki peningar eiga að gegna í samfélaginu og hvað skiptir í raun og veru máli. Vonandi lærum við eitthvað af þessu ástandi.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir