Alvöru sunnudagsbrönts!

Helgarnar eru svolítið heilagar á þessum bænum, þar sem að makinn vinnur ekki á Akureyri og virku dagarnir fara mest í vinnu hjá honum og lærdóm hjá mér - svo þegar helgarnar koma þá reynum við að gera sem mest úr þeim og þá, eins og sannir Íslendingar, gerum við okkur oftar en ekki dagamun með matreiðslu og bakstri. Þar sem afkvæmið vaknar yfirleitt alla morgna fyrir um 7 þá höfum við nægan tíma til að leika okkur og gera það sem við erum búin að bíða alla vikuna með að gera - hvort sem það eru sundferðir, skíðaferðir, göngutúrar eða bara „kósýkvöld“ eins og afkvæmið kallar það.

Nú er það nánast komið upp í hefð hjá okkur að hafa amerískan sunnudagsbrönts, þar sem við bökum amerískar pönnurkökur og steikjum egg og beikon með. Ofan á heitar pönnukökurnar smyrjum við óhollu magni af íslensku smjöri, og hellum að lokum vel af sírópi yfir. Þetta er sælgæti! 

Ég ætla að láta uppáhalds uppskriftina mína af pönnukökum fylgja og mæli með því að allir prófi þetta! 

Amerískar pönnukökur: 

3 1/2 dl. hveiti. 
1/2 tsk. matarsódi.
1 tsk. lyftiduft.  
1 tsk. sykur. 
1/2 tsk. salt. 
2 egg. 
3 1/2 - 4 dl. súrmjólk (ég nota alltaf ab mjólk) 
2 mtsk. matarolía 

Þessu er öllu hrært saman í kekkjalaust deig, og svo skellt á pönnukökupönnu með skeið eða ausu og steikt á hvorri hlið þar til kakan er orðin fallega brún. 

Njótið vel! 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir