Anna Nicole Smith fer á svið

Anna Nicole Smith
Aðdáendur Anna Nicole Smith geta heldur betur glaðst núna en The Royal Opera House (ROH) í Bretlandi hefur ákveðið að setja á svið óperu um líf hennar. The Royal Opera House segir frá því inn á vef BBC að verkið verði stór viðburður í Bretlandi og mikill spenna ríki fyrir söngleiknum. Tónskálið Mark – Anthony Turnage og rithöfundurinn Richard Thomas vinna að verkinu en Thomas vann meðal annars að söngleik um Jerry Springer, sem var sýndur við góðar viðtökur í Bretlandi.

Anna Nicole Smith átti viðburðarríkt líf. Hún var mjög vinsæl fyrirsæta og var ein af fyrstu fyrirsætunum til að sitja fyrir nakinn hjá Playboy blaðinu. Mikið var rætt um það þegar hún giftist J. Howard Marshall en hann var 63 árum eldri en hún eða 89 ára og fastur í hjólastóll. Fólk vildi meina að hún hefði giftst honum vegna peninga.
Anna lék í nokkrum myndum og þáttunum þó svo að hún hafi ekki átt farsælan ferill sem leikkona. Meðal þeirra bíómyndina sem hún lék í var Naked Gun og einnig lék hún lítið hlutverk í þáttunum Ally McBeal sem nutu mikillar vinsælda hér áður fyrr. Smith var 39 ára þegar hún lést en hún tók of stóran skammt af lyfseðilskyldum lyfjum.

Richard Thomas segir frá því að ákveðið hafi verið að óperan endi á dauða Smith í staðinn fyrir að hún endi á forræðisdeilunum sem hún átti í út af dóttur sinni rétt fyrir andlátið.
Þýski sópraninn Eva – Maria Westbroek mun fara með hlutverk Önnu í myndinni sem verður frumsýnt í Covent Garden 17. Febrúar 2011.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir