Apar ganga í gegnum breytingaskeið um miðjan aldur

Mynd: Tom Brakefield/Getty Images
Vísindamenn hafa nýverið kynnt niðurstöður rannsókna þess efnis að apar upplifi breytingaskeið um miðjan aldur líkt og mannfólkið.

Það er þekkt að mannfólkið gangi í gegnum tímabil um miðjan aldur sem kallast breytingaskeið hjá kvenfólki og grái fiðringurinn hjá karlmönnum. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta æviskeið einskorðist við mannfólk. Hópur vísindamanna hefur nú sýnt fram á að apar gangi í gegnum tímabil um miðjan aldur sem líkja má við breytingaskeið mannfólks.

“ Við ákváðum að stíga skref til baka og spyrja hvort breytingaskeið gæti verið líffræðilegt fyrirbæri frekar en eingöngu samfélagslegt vandamál mannskepnunnar” sagði Alex Weiss sálfræðingur við Háskólann í Edinborg í viðtali við The Guarian.

Rannsóknarteymið sem samanstóð af fólki frá Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi og Englandi ræddu við fólk af ýmsum sviðum er tengdust störfum með öpum. Yfir 500 apar tóku þátt í rannsókninni og voru þeir rannsakaðir í þrem mismunandi hópum. Fyrstu tveir hóparnir voru simpansar og í þriðja voru órangútapar. Aparnir voru bæði úr dýragörðum sem og friðlýstum svæðum. Rannsakendur komust að því að vellíðan apana féll um miðjan aldur en steig svo aftur á eldri árum. Meðal aldur stórra apa í dýragörðum er um 50 ára. Vellíðan simpansa féll í kringum 27 ára aldur en órangútapar um 35 ára.

Það er ekki allir vísindamenn jafn sannfærðir um þessa niðurstöðu en Weiss segir “ ef við viljum skilja hvað það er sem gerist hjá okkur á breytingaskeiði, þurfum við að líta á hvað sé sambærilegt með mannskepnunni, simpönsum og órangútöpum.” 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir