Appelsínugulur og Grænn litir ársins

Gaman að nota þessa tvo liti
Sjá má á helstu tískustraumum sumarsins að þessir tveir litir appelsínugulur og grænn verða mjög áberandi í öllu sem tengist lífstíl.

Nauðsynlegt er að átta sig á hvernig nota á þessa liti til að mála veggi hvort sem er innanhús eða utan. Þetta eru hvorutveggja mjög skemmtilegir litir en geta komið illa út ef ekki eru rétt notaðir. 

Appelsínugulur er ekki litur hinna feimnu og rögu. Eins og með rauðan þá ætti að nota þennan lit af varkárni í sínu sterkasta formi, en þannig hentar hann vel til þess að undirstrika eitthvað sérstakt í rýminu. Í daufari tónum litarins svo sem leirlitum eða apríkósulitum er appelsínugulur mjög hlýr og afslappandi litur og hentar vel í herbergi sem snúa til norðurs. Appelsínugulur hefur verið notaður af bæði munkum og hindúum í 2000 ár við trúarathafnir, auk þess að vera þjóðarlitur Hollendinga.

Grænn er gamaldags í dýpri tónum og getur virkað vel í stærri herbergjum með dumbrauðum litatónum. Í minni herbergjum verður útkoma slíks litavals mjög dökk og dramatísk. Því ætti að vanda valið þegar kemur að dekkri grænum tónum og  þá aðeins til að gera herbergi notalegri. Í kaldari ljósari tónum  er grænn ferskur og hressandi og eykur jafnvel matarlyst.  Grænn var á miðöldum tengdur við endurgoldna ást karlmanna til kvenna og náttúrulegar þrár karlmanna. En einnig var grænn tengdur við nornir, djöfulinn og hið illa í enskum þjóðsögum. Hjá keltum átti að forðast að nota grænan lit í föt vegna hjátrúar þeirra um að grænn væri ávísun á ógæfu og jafnvel dauða.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir