Ashton Kutcher sem Steve Jobs

Amanda Edwards/WireImage; AP
Ashton Kutcher mun koma til með að leika hlutverk Steve Jobs í væntanlegri kvikmynd um ævi hans. Myndin mun bera nafnið Jobs og fjalla um ævi tölvurisans Steve Jobs, frá hippaárum hans og hvernig hann svo varð að einu stærsta nafni í tölvuheiminum. Tökur á myndinni eiga að hefjast í maí og leikstjóri mun vera Joshua Michael Stern.

Önnur mynd um ævi Steve Jobs mun einnig vera í burðarliðnum. Sú mynd mun vera byggð á bók Walter Isaacson um ævi Steve Jobs. Sony tryggði sér kvikmyndaréttinn á bókinni stuttu eftir að hún kom út.

Steve Jobs hefur áður verið leikinn á hvíta tjaldin en þá var það leikarinn Noah Wyle sem lék hann í myndinni Pirates of Silicon Valley.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir