Ástarbréf Elizabeth Taylor boðin upp

Mynd: grind365.com
Í næsta mánuði verður safn ástarbréfa sem Elizabeth Taylor skrifaði æskuástinni sinni seld á netuppboði.

Hún skrifaði bréfin milli mars og nóvember árið 1949 þegar að hún var einungis 17 ára gömul. Bréfin voru stíluð á William Pawley sem var sonur fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna.

Ástarbréfin eru 66 talsins og þau eru talin veita innsýn á það hvernig frægð hennar reis í Hollywood.

Eins og kunnugt er lést Elizabeth Taylor í Los Angeles í mars, 79 ára gömul, eftir langvinna baráttu við veikindi.

RR auctions keypti bréfin af Pawley fyrir tveimur árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir