Ástin blómstrar á Selfossi

Myndin tengist ekki fréttinni beint. mynd:http://www.hooping.org
Grunlaus vörubílstjóri kom að pari í miðjum klíðum á Selfossi á dögunum. Þetta kemur fram á vefnum dfs.is, fréttablað suðurlands.

Það var bæjarbúi einn sem að gekk fram á kyrrstæðan vöruflutningabíl sem að kveikt voru á stöðuljósin. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að göngugarpurinn þekkti til eigandans og lét hann vita. Þegar eigandi bílisns opnaði dyrinar þá blasti við honum par í áköfum ástarleik og augljóslega öllum aðilum brugðið við þennan óvænta görning. Mun eigandinn hafa spurt hvað gengi eiginlega á en parið ekki séð sinn hag í að svara þeirri spurningu og hafið sig á brott í flýti.

Líklegast þótti að fyrr nefnd stöðuljós hafi óvart kviknað í hita leiksins og fylgdi það sögunni að bíllinn hrökk strax í gang við fyrstu tilraun og batteríið því ekki tæmst í hamagangnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir