Ástin dvínar í Edinborg

Tian Tian í Edinborgar dýragarðinum
Ástin virðist hafa dvínað hjá pandabjörnunum Yang Guang og Tian Tian í Edinborgar dýragarðinu. Starfsfólk dýragarðsins í Edinborg hefur legið á bæn undanfarið og vonað að pandabirnirnir myndu fella hug saman en allt lítur út fyrir ekki.

Svokölluð ástargöng voru opnuð milli búra pandabjarnanna og fyrst í stað sýndu þau hvort öðru áhuga og ástin virtist vera á næsta leiti. Nú undanfarið hefur áhugu þeirra á hvort öðru þó dvínað og ekki er útlit fyrir að smáir bjarnarhrammar sjáist í garðinum á næstunni.

Pandabirnirnir eru báðir mjög reynslulitlir þegar kemur að tilhugalífinu og hefur því starfsfólk dýragarðsins ekki gefið upp alla von um að einn daginn sjáist litlir pandahúnar í garðinum.

Pandabirnirnir voru fluttir til Edinborgar frá Kína á síðasta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir