Atvinnumennirnir okkar - Aron Einar Gunnarsson

Atvinnumennirnir okkar er liđur hér á Landpóstinum ţar sem viđ munum gera grein fyrir ţeim atvinnuíţróttamönnum sem Akureyri hefur aliđ af sér á undanförnum árum. Akureyringar geta státađ af ţví ađ eiga marga framúrskarandi íţróttamenn og ćtlum viđ ađ skođa ţau ţeirra sem nú stunda íţrótt sína erlendis. Liđurinn einskorđast viđ boltaíţróttir  en nokkrir af fremstu íţróttamönnum ţjóđarinnar hafa tekiđ sín fyrstu skref á Akureyri.

Aron Einar Gunnarsson

Fćđingardagur: 22.apríl 1989

Núverandi liđ: Cardiff City (Enska B-deildin)

Leikmannaferill: Ţór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff City.

Landsleikir: 55

Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson var 16 ára gamall ţegar hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Ţór í 1.deildinni og hélt ári síđar í atvinnumennsku í Hollandi ţar sem hann samdi viđ AZ Alkmaar. Aron lék ađallega međ unglinga- og varaliđi félagsins á ţeim tveim árum sem hann var í herbúđum félagsins en hann kom viđ sögu í einum ađalliđsleik. Ţess má til gamans geta ađ knattspyrnustjóri AZ Alkmaar á ţessum tíma var Louis van Gaal, núverandi knattspyrnustjóri Man Utd.

Ţegar Aron var nýorđinn nítján ára gamall var hann keyptur til enska B-deildarliđsins Coventry.  Hann sló í gegn á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu og var valinn leikmađur ársins af stuđningsmönnum félagsins. Ţegar samningur hans viđ Coventry rann út sumariđ 2011 gekk Aron til liđs viđ Cardiff City. Ţar hefur Aron stimplađ sig inn sem einn af lykilmönnum félagsins. Aron hjálpađi liđinu ađ vinna sér sćti í ensku úrvalsdeildinni áriđ 2013 og skorađi fyrsta úrvalsdeildarmark í sögu félagsins ţegar hann skorađi eitt mark í 3-2 sigri á Man City. Cardiff féll engu ađ síđur úr úrvalsdeildinni og leikur nú í ensku B-deildinni en Aron hefur unniđ sér inn sćti í byrjunarliđinu ađ nýju eftir ađ hafa ţurft ađ verma varamannabekkinn í upphafi tímabils eftir ađ hafa glímt viđ meiđsli á undirbúningstímabilinu.

Aron hefur leikiđ 55 landsleiki fyrir Íslands hönd og er landsliđsfyrirliđi í dag. Međ landsliđinu hefur Aron tekiđ ţátt í miklum uppgangi sem nćr hápunkti nćsta sumar ţegar hann mun leiđa landsliđiđ út á völlinn í lokakeppni EM í Frakklandi en ţađ verđur í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliđiđ tekur ţátt í lokakeppni stórmóts.

Aron ţótti einnig efnilegur handknattleiksmađur á sínum yngri árum og var ađeins 15 ára gamall ţegar lék hann sinn fyrsta meistaraflokksleik í handbolta ţar sem Ţór vann sigur á Val í Íţróttahöllinni á Akureyri. Aron ákvađ hinsvegar ađ velja fótboltann en bróđir hans, Arnór Ţór, valdi handboltann og hefur stimplađ sig inn í íslenska landsliđiđ á undanförnum árum.

 

Sjá einnig

Atvinnumennirnir okkar - Sveinbjörn Pétursson

Atvinnumennirnir okkar - Sigtryggur Dađi Rúnarsson

Atvinnumennirnir okkar - Árni Ţór Sigtryggsson

Atvinnumennirnir okkar - Hallgrímur Jónasson

Atvinnumennirnir okkar - Arna Sif Ásgrímsdóttir

Atvinnumennirnir okkar - Oddur Gretarsson

Atvinnumennirnir okkar - Haukur Heiđar Hauksson

Atvinnumennirnir okkar - Birkir Bjarnason

Atvinnumennirnir okkar - Atli Ćvar Ingólfsson

Atvinnumennirnir okkar - Arnór Ţór Gunnarsson

Atvinnumennirnir okkar - Arnór Atlason


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir