Atvinnumennirnir okkar - Haukur Heiđar Hauksson

Atvinnumennirnir okkar er liđur hér á Landpóstinum ţar sem viđ munum gera grein fyrir ţeim atvinnuíţróttamönnum sem Akureyri hefur aliđ af sér á undanförnum árum. Akureyringar geta státađ af ţví ađ eiga marga framúrskarandi íţróttamenn og ćtlum viđ ađ skođa ţau ţeirra sem nú stunda íţrótt sína erlendis. Liđurinn einskorđast viđ boltaíţróttir  en nokkrir af fremstu íţróttamönnum ţjóđarinnar hafa tekiđ sín fyrstu skref á Akureyri.

Haukur Heiđar Hauksson

Fćđingardagur: 1.september 1991.

Núverandi liđ: AIK (Sćnska úrvalsdeildin)

Leikmannaferill: KA, KR, AIK.

Landsleikir: 3

Mynd - Allsvenskan

Sćnsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk á dögunum. Norrköping bar sigur úr býtum eftir hatramma baráttu viđ Gautaborg og AIK. Međ liđi AIK leikur Akureyringurinn Haukur Heiđar Hauksson en hann var á sínu fyrsta tímabili međ liđinu og festi sig í sessi í stöđu hćgri bakvarđar hjá sćnska stórliđinu. Haukur spilađi 23 af 30 leikjum liđsins í deildinni.

17 ára gamall var Haukur Heiđar orđinn fastamađur í 1.deildarliđi KA og var hann í lykilhlutverki hjá liđinu í fjögur ár áđur en hann gekk til liđs viđ KR í lok árs 2011. Haukur vann einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla á ţrem árum hjá KR áđur en hann var keyptur til AIK í lok síđasta árs. Á síđasta ári sínu hjá KR var Haukur Heiđar valinn í úrvalsliđ Pepsi-deildarinnar af vefmiđlinum Fótbolti.net en Haukur hélt í kjölfariđ til Svíţjóđar og gerđi fimm ára samning viđ AIK.

AIK er stórveldi í sćnskum fótbolta en félagiđ er stađsett í Stokkhólmi og hefur ellefu sinnum orđiđ sćnskur meistari. Heimavöllur liđsins er stćrsti íţróttaleikvangur Norđurlandanna, hinn stórglćsilegi Friends Arena, en hann tekur 50 ţúsund áhorfendur í sćti og var tekinn í notkun áriđ 2009 en hann hýsir einnig landsleiki Svíţjóđar í fótbolta. Ađ međaltali mćttu 21 ţúsund áhorfendur á leiki Hauks og félaga á nýafstađinni leiktíđ.

Haukar Heiđar lék sína fyrstu landsleiki í byrjun árs ţegar hann lék vináttulandsleiki gegn Kanada og Eistlandi.  Hann bćtti svo ţeim ţriđja viđ í fyrradag ţegar Ísland beiđ lćgri hlut fyrir Slóvökum 3-1 en Haukur ţótti standa sig einna best af íslensku leikmönnunum.

Sjá einnig

Atvinnumennirnir okkar - Birkir Bjarnason

Atvinnumennirnir okkar - Atli Ćvar Ingólfsson

Atvinnumennirnir okkar - Arnór Ţór Gunnarsson

Atvinnumennirnir okkar - Arnór Atlason


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir