Atvinnumennirnir okkar - Sveinbjörn Pétursson

Atvinnumennirnir okkar er liður hér á Landpóstinum þar sem við munum gera grein fyrir þeim atvinnuíþróttamönnum sem Akureyri hefur alið af sér á undanförnum árum. Akureyringar geta státað af því að eiga marga framúrskarandi íþróttamenn og ætlum við að skoða þau þeirra sem nú stunda íþrótt sína erlendis. Liðurinn einskorðast við boltaíþróttir  en nokkrir af fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar hafa tekið sín fyrstu skref á Akureyri.

Sveinbjörn Pétursson

Fæðingardagur: 30.nóvember 1988

Núverandi lið: EHV Aue (Þýska B-deildin)

Leikmannaferill: Þór, Akureyri Handboltafélag, HK, Akureyri Handboltafélag, Aue.

Landsleikir: 8

Mynd: Aue

Þriðji Þórsarinn í þýska handboltaliðinu Aue er Sveinbjörn Pétursson, markvörður. Sautján ára gamall var Sveinbjörn byrjaður að spila með meistaraflokki Þórs í efstu deild og vakti hann fljótt mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Eftir fyrsta tímabil Sveinbjörns í meistaraflokki sameinuðust Þór og KA í Akureyri Handboltafélag og lék Sveinbjörn með liðinu í tvö ár áður en hann færði sig suður yfir heiðar og hóf að leika með HK.

Eftir tvö ár í Kópavoginum kom Sveinbjörn aftur til Akureyrar og var aðalmarkvörður liðsins þegar Akureyri varð deildarmeistari árið 2011. Sveinbjörn átti mjög gott tímabil og var valinn besti markvörður Íslandsmótsins.

Ári síðar hélt Sveinbjörn í atvinnumennskuna þegar Rúnar Sigtryggsson tók við þýska B-deildarliðinu Aue og fékk Sveinbjörn til liðs við sig en Rúnar þjálfaði Sveinbjörn hjá Akureyri um tíma. Sveinbjörn hefur tekið þátt í miklum uppgangi Aue og er nú á sínu fjórða ári hjá félaginu sem situr í fjórða sæti þýsku B-deildarinnar.

Sveinbjörn hefur verið viðloðandi landsliðið á undanförnum árum og hefur leikið átta A-landsleiki en hefur ekki verið valinn til að fara með Íslandi á stórmót enn sem komið er.

Sjá einnig

Atvinnumennirnir okkar - Sigtryggur Daði Rúnarsson

Atvinnumennirnir okkar - Árni Þór Sigtryggsson

Atvinnumennirnir okkar - Hallgrímur Jónasson

Atvinnumennirnir okkar - Arna Sif Ásgrímsdóttir

Atvinnumennirnir okkar - Oddur Gretarsson

Atvinnumennirnir okkar - Haukur Heiðar Hauksson

Atvinnumennirnir okkar - Birkir Bjarnason

Atvinnumennirnir okkar - Atli Ævar Ingólfsson

Atvinnumennirnir okkar - Arnór Þór Gunnarsson

Atvinnumennirnir okkar - Arnór Atlason


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir