Bandarísk herþota hrapar í Líbíu

Mynd: mbl.is
Herþota af gerðinni F-15 Eagle hrapaði í Líbíu samkvæmt bandarískum embættismönnum. Tveir menn voru um borð í vélinni en þeim tókst að skjóta sér útúr vélinni áður en hún hrapaði.

Ekki er ljóst hvar í Líbíu herþotan brotlenti og ekki er víst hvað hafi ollið því að herþotan hrapaði en talsmaður Bandaríkjahers segir að ekkert bendi til þess að vélin hafi verið skotin niður.

Búið er að hafa uppi á öðrum flugmanninum en hins flugmannsins er enn leitað.

Loftárásirnar héldu áfram í Líbíu þriðju nóttina í röð. Sprengingar og skothvellir frá loftvarnarbyssum heyrðust nálægt höfuðstöðvum Múmmars Gaddafis í Trípólí sem er höfuðborg landsins.

Mbl.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir