Baráttan um meistaradeildarsætin harðnar

Ben Arfa
Spennan um að ná 3-4 sæti í Ensku úrvalsdeildinni jókst heldur betur eftir úrslit dagsins.

Tottenham Hotspur tapaði á heimavelli fyrir Norwich City 1-2, Newcastle vann Bolton á heimavelli 2-0, þar sem Hatem Ben Arfa skoraði eitt af mörkum tímabilsins og Chelsea gerði jafntefli við Fulham á heimavelli 1-1.
Eftir úrslit dagsins eru Tottenham og Newcastle því jöfn með 59 stig í 4-5. sæti, en Chelsea með 57 stig í 6. sæti. Arsenal er því komið þægilegri stöðu 62 stig og leik til góða í 3. sætinu.

Önnur úrslit í dag voru þau að Aston Villa og Stoke City gerðu 1-1 jafntefli á Villa park og Everton sigraði Sunderland 4-0 á heimavelli og eru því í 7. sæti, 4 stigum á undan grönnum sínum í Liverpool.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir