Barcelona nálgast Real Madrid

Barcelona hefur heldur tekist að saxa á forskot Real Madrid og eru núna aðeins stigi á eftir Madrídar mönnum.

Barcelona komst upp í 78 stig eftir auðveldan 4-0 sigur á Getafe á Camp Nou í kvöld. Real Madrid er með 79 stig en eiga einn leik til góða á Barcelona en sá leikur gæti reynst þeim erfiður þar sem þeir etja þá kappi við erkifjendur sína í Atletico Madrid.

El Clásico fer svo fram á Camp Nou laugardaginn 21. apríl en þangað hafa Real Madrid ekki sótt mörg stig seinustu árin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir