Bardagarnir í Líbíu halda áfram

Mynd: mbl.is
Aftur hafa brotist út bardagar í Líbíu og í þetta sinn reyna uppreisnarmennirnir að halda völdum í borginni Brega. Borgin Brega er um 800 km austur af höfuðborginni Trípólí.

Bardagar hafa staðið þar í nokkra daga eftir að hersveitir Múammars Gaddafis, Líbíuleiðtoga, sneru aftur til borgarinnar eftir að hafa þurft að hörfa.

Að sögn uppreisnarmanna náðu þeir borginni á sitt vald í gær en leyniskyttur Gaddafis eru á svæðinu. Uppreisnarmennirnir héldu áfram í dag og náðu háskólasvæðinu á sitt vald.

Þá hafa hersveitir Gaddafis skotið á Misrata sem er þriðja stærsta borg landsins. Að minnsta kosti einn hefur látið lífið og nokkrir hafa særst.

Einnig hefur verið greint frá því að allavegana 13 létust þegar að herflugvél Vesturveldanna skaut á bílalest uppreisnarmanna sem ók á milli Breta og Ajdabiya á föstudag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir