Batasetur Suđurlands

 

Jóna Heiđdís Guđmundsdóttir iđjuţjálfi stofnađi í maí síđastliđnum Batasetur Suđurlands sem hefur ađsetur sínar á Selfossi. Batasetriđ er notendasamtök fyrir fólk međ geđraskarnir en kveikjan ađ stofnun samtöka af ţessu tagi fékk Jóna eftir ađ hafa leitađ sér ađstođar eftir sjálfsvígstilraun en engin úrrćđi stóđu til bođa á suđurlandi.  Jóna útskrifađist sem iđjuţjálfi frá Háskólanum á Akureyri voriđ 2012 og fór ađ vinna í framhaldinu hjá Hugarafli en í Batasetrinu er notast viđ sömu hugmyndafrćđi og hjá Hugarafli sem byggir á valdaeflingu og batamódel.

Batasetriđ er opiđ á hverjum föstudegi og tekur á móti fólki sem glímir viđ geđraskanir af ýmsum toga, allt frá kvíđa yfir í geđklofa eđa ađ heyra raddir. Fólk á ţađ til ađ einangrast og verđur oft einmanna og ţví er gott ađ geta leitađ sér stuđnings, Batasetriđ býđur upp á stuđning og einnig ađ einstaklingar sýni stuđning sín á milli međ ţví ađ deila reynslu sinni. Ekki er ţörf á ađ vera međ greiningu eđa tilvísun. „ Ţađ er dásamlegt ađ sjá hvernig fólk nćr ađ opna sig ţegar ţađ er umlukiđ einstaklingum sem skilja hvađ hann er ađ ganga í gegnum“ segir Jóna.

Ađstandendafundir eru haldnir annan hvern mánudag og ţeir eru ekki síđur mikilvćgir ţví ađstendendur eru oft einir á báti og skilja ekki líđan ţess sem er veikur og ţví gott ađ geta talađ viđ ađra í sömu sporum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir