Bee Gees heiđurstónleikar í Hofi

Í gærkvöldi voru haldnir Bee Gees heiðurstónleikar í Hofi menningarhúsi hér á Akureyri. Margir þjóðþekktir tónlistarmenn tóku þátt í sýningunni. Það voru tónleikar kl. 20:00 og aukatónleikar kl 23:00, miðar seldust upp á báða tónleikana.
Árið 1958 stofnuðu áströlsku bræðurnir Barry, Robyn og Maurice Gibb hljómsveitina Bee Gees. Þeir náðu gríðarlegum vinsældum út um allan heim. Nú 55 árum síðar stíga íslenskir tónlistarmenn á svið og halda tónleika til heiðurs þeirra Gibb-bræðra. Bee Gees-heiðurstónleikarnir voru haldnir í Háskólabíó 12. október og á Akureyri í Hofi 26. Október. 

Það er Friðrik Ómar Hjörleifsson sem skipuleggur tónleikana. Á tónleikunum er farið létt í gegnum sögu Bee Gees. Einn meðlimur hljómsveitarinnar er enn á lífi, það er Barry Gibb og er hann enn að túra. Saturday Night Fever var frumsýnd hér á landi árið 1978. Þá tók við mikið diskóæði en talið er að um 50-70 þúsund manns hafi séð kvikmyndina í bíó, sem var um fjórðungur þjóðarinnar á þeim tíma. Tilefni tónleikanna er einmitt 35 ára frumsýningarafmæli myndarinnar. 

Ásamt Friðrik eru fjórir aðrir landsþekktir söngvarar í sýningunni og það eru þau Jógvan Hansen, Jóhanna Guðrún, Matthías Matthíasson(Matti Matt) og Pétur Örn Guðmundsson(Pétur Jesú). Einnig koma tveir dansarar fram í sýningunni. Yesmine Olsen samdi dansinn. 

Hljómsveitina skipa; Þórir Úlfarsson - píanó og raddir Stefán Örn Gunnlaugsson - hljómborð og raddir Róbert Þórhallsson - bassi Kristján Grétarsson - gítar og raddir Hannes Friðbjarnarson - slagverk og raddir Einar Þór Jóhannsson – gítar og raddir Sigurður Flosason - blástur og slagverk Benedikt Brynleifsson – trommur Steinar Sigurðarson - saxófónn 

"Það væri æðislegt að geta gert þetta aftur því það er svo gaman að syngja þessa yndislegu tónlist" Sagði Pétur Örn Guðmundsson söngvari aðspurður hvort fleiri tónleikar væru planaðir. Hann sagði það enn óráðið, en Friðrik Ómar sem heldur tónleikana ákveður það.

Blaðamaður Félaga fór á tónleikana í Hofi á Akureyri í gærkvöldi. Tónleikarnir voru skemmtilegir og flott uppsettir. Söngvarar og hljómsveit virtust öll lifa sig vel inn í diskóstemninguna. Í upphafi og enda kom danspar sem dansaði diskó dans með glæsibrag, það hressti mjög vel upp á sýninguna. Þau náðu salnum vel og mikil stemning skapaðist. Það var virkilega flott hvernig drengirnir náðu háu tónunum. Þau völdu 21 lag eftir Bee Gees, þetta voru líka lög sem aðrir hafa flutt og eignað sér. Sum lög sem alls ekki allir vita að samin voru af Bee Gees bræðrum. Eftir að hafa farið á þessa tónleika kviknar eldheitur Bee Gees-gír í manni á ný og verða þeir sennilega á fóninum næstu vikurnar. Að sögn Steinars Sigurðarsonar saxófónleikara var einnig gríðarleg stemning í Háskólabíó fyrir sunnan og þar stóð fólk uppúr sætum og dansaði, en það gerðist líka í Hofi.

 
http://www.visir.is/diskoid-tekur-oll-vold/article/2013710129970 http://midi.is/tonleikar/1/7743

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir