Benni Valsson „Promo shots“

Benni Valsson viđ nokkur verka sinna á sýningunni í Ketilhúsinu (mynd: Akureyri vikublađ)

Í nóvember verða til sýnis ljósmyndir á veggjum Bókasafns Háskólans á Akureyri eftir Akureyringinn Bernharð Valsson, eða betur þekktur sem Benni Valsson. Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl: 8.00- 16.00, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00 og stendur til 30. nóvember 2012.  

            

Benni ólst upp á Akureyri en fluttist til Parísar að loknu stúdentsprófi árið 1985 til að læra ljósmyndun og hefur hann búið þar síðan. Hann hefur þó verið með annan fótinn hér heima, þá aðallega á Akureyri, síðustu tvö ár. Benni hefur tekist að hasla sér völl víða um heiminn, aðallega í tískuheiminum og hefur hann unnið fyrir blöð eins og GQ, Elle og Le Monde. Á sínum glæsta ferli hefur hann tekið myndir af heimsfrægum tónlistarmönnum, leikurum og leikstjórum á borð við Leonardo Di Caprio, Robbie Williams, Bruce Willis, Martin Scorsese og Patti Smith.

Það helsta sem vekur athygli þeirra sem hafa séð verk eftir hann er að það virðist eins og stórstjörnurnar afhjúpist fyrir ljósmyndaranum, líkt eins og hann hafi náð myndum af vinum eða ættingjum.

Þessar myndir verða til sýnis á Bókasafninu, en Benni hélt sína fyrstu samstæðu sýningu hér á Íslandi í haust á þessu ári í Ketilhúsum á Akureyri og ætti því enginn sem á leið hjá að láta þessa sýningu framhjá sér fara.

Áhugasamir geta lesið viðtal við Benna á heimasíðu Vikudags: http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/mannlifid/2012/08/17/mynda-ekki-thetta-folk-til-ad-verda-vinur-thess/  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir