Berlusconi gerir það aftur

Mynd: Berlusconi
Alltaf tekst Silvio Berlusconi forsætisráðherra að segja óviðeigandi hluti á algjörlega óviðeigandi tíma. Nú hefur hann toppað sjálfan sig í heimskulegum ummælum þegar hann sagði að fólkið sem dvelur í tjaldbúðum eftir að hafa misst heimili sín í jarðskjálftunum sem riðið hafa yfir mið Ítalíu ættu bara að líta á dvölina sem útilegu. Hægt er að nefna mörg dæmi um furðuleg ummæli Berlusconi. Fyrir stuttu var hann í viðtali í ítölskum spjallþætti og spurði þar ung kona hann að því hvernig ungt fólk á Ítalíu ætti að hafa efni á að kaupa sér eigið húsnæði þegar nær ómögulegt væri að finna sér stöðuga vinnu. Berlusconi svarar um hæl að hún ætti bara að finna sér ríkan kall, hann ætti sjálfur son sem væri vel stæður. Annað dæmi eru viðbrögð hans við þeirri ákvörðun að setja fleiri herlögreglumenn á götur ítalskra stórborga vegna þess hve tíðar nauðganir væru þar. Hann sagði þá að ítalskar konur væru svo fallegar að það þyrfti meira en herlögreglu til að vernda þær frá nauðgurum. Þegar hann var spurður að því hvernig honum litist á þá nýkjörinn bandaríkjaforseta, Obama, sagði hann að hann væri ungur, myndarlegur og sólbrúnn. Auk þess hefur hann líkt sjálfum sér við pólitískan jesú. Það væri hægt að skrifa nokkrar blaðsíður bara með óviðeigandi ummælum Silvio Berlusconi og er það eflaust mörgum ráðgáta hvernig hann nær alltaf að vera kosinn aftur en að auki hefur hann m.a. verið kærður fyrir fjárdrátt, skattsvik og mútugreiðslu en fyrir stuttu var maður í Englandi dæmdur fyrir að þiggja mútur frá honum en ekki var hægt að dæma Berlusconi þar sem hann var nýbúinn að fá samþykkt lög sem segja að ekki sé hægt að sækja forsætisráðherra til saka. En hann er mikill viðskiptajöfur og á marga fjölmiðla á Ítalíu auk þess sem hann hefur mikilítök í RAI ríkisjónvarpi Ítalíu og almenningi þykir hann mikil sjarmör og hann lifir á and-pólitíkusar ímynd sem hann skapaði sér snemma á sínum pólitíska ferli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir