Bjarni Jóhannsson tekinn viđ KA

Bjarni Jóhannson og Gunnar Níelsson skrifa undir

Bjarni Jóhannsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning í KA-heimilinu að viðstöðddum fjölda KA-manna. Boðað hafði verið til fréttamannafundar kl. 17:15 og þegar fréttamaður Landpóstsins mætti á svæðið var nánast fullt út úr dyrum. Gaman var að sjá einstaklinga á öllum aldri fjölmenna til að taka á móti nýjum þjálfara.

 

Bjarni Jóhannson játaði að önnur lið hefðu haft samband við sig en þessi valkostur hefði alltaf verið efstur á blaði. Eftir að hafa verið síðustu fimm ár hjá Stjörnuni var Bjarni eflaust mjög áhugaverður kostur í augu margra félaga hér á landi. Bjarni er einn reyndasti þjálfari landsins og hefur hann verið mjög sigursæll undanfarin ár. Hann hefur m.a. farið með Stjörnumenn upp úr 1. deild og gert þá að einu besta liðið landsins. Bjarni sagði að samningurinn við Hallgrím væri fyrsta skrefið í stefnu félagsins að halda í unga og efnilega leikmenn og nefndi hann Stjörnuna sem dæmi þar sem slík stefna skilaði árangri. Þar spiluðu allir bestu stjörnustrákarnir fyrir stjörnuna og hafa komið félaginu í hóp þeirra bestu á landinu í dag.

Bjarni mun vera búsettur áfram á höfuðborgarsvæðinu til áramóta þar sem hann er í vinnu sem Verkefnastjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla. Eftir áramót mun hann svo flytja norður á Akureyri og hafði hann í léttu gríni orð á því að með þessari vinnu fylgdi viss skylda varðandi val á hverfi til búsetu.

 Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir