Björgunarađgerđ á Flateyjardal

Björgunarsveitir Landsbjargar frá Akureyri, Húsavík og nærsveitum ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur í dag (18.mars) vegna vélsleðaslyss á Flateyjardal. Einn maður hafði slasaðist og höfðu samferðamenn hans flutt hann í gangnamannakofann, Heiðarhús, sem er á miðri Flateyjardalsheiðinni.

Björgunarsveitarmenn hlúðu að slasaða manninum og undirbjuggu til flutnings með þyrlunni sem flutti hann á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en hann var nokkuð slasaður. Að sögn Skúla Árnasonar hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Akureyri tókst björgunaraðgerð vel enda aðstæður góðar og veðurskilyrði með betra móti. Um 50 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni á bílum og vélsleðum fyrir utan þyrluáhöfnina.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir