Bjórmenning á Íslandi

Jólabjór er farið að fást í miklu úrvali í vínbúðum hér á landi og líklega hafa tegundirnar aldrei verið fleiri. Leyfilegt er að selja jólabjór frá 15. nóvember ár hvert og fram að þrettándanum, en líklegt er að margar tegundanna seljist upp fyrir jól, ef marka má söluna síðustu ár.

Ég bjó í Noregi í sumar og þar fann ég fyrir miklum svipleika á menningu hérlendis bæði í klæðaburði og fasi. Eitt stóð þó uppúr og það var mikill áhugi fólks á öllum aldri á bjór. Ekki þessi áhugi eins og ríkir hér á landi, að drekka bjórinn einungis til að fylla sig heldur til þess að smakka hann, kynna sér bragðið og njóta hvers einasta sopa. Ungt fólk kemur sér gjarnan saman og gerir sér glaðan dag með því að smakka nýjar tegundir af bjór. Ég komst fljótt að því að það eru til margar tegundir af bjór, dökkur, ljós, beiskur, Pale Ale og fleiri og fleiri. Bragðlaukarnir mínir voru hinsvegar vanir hinum venjulega ljósa bjór sem finna má á flestum börum hérlendis og tók það því smá tíma að venjast bragðinu. Ég komst þó fljótt uppá lagið og get ég farið að kallað mig bjóráhugamanneskju sem heldur áfram að þroskast. 
Ég hef komist að því að bjór er ekki bara bjór og þegar ég kom heim og fékk mér sullið úr krananum á börum Reykjavíkurborgar smakkaðist það eins og vatn í munni mér. 

Minn uppáhaldsbjór heitir Sierra Nevada. Í munni er bjórinn skemmtilega mjúkur með mikla fyllingu. Beiskur með þægilegum sætum blæ frá ristuðu maltinu. Ögn sykraður eða karamella og svo sítrús beiska.

Jólabjórarnir í ár eru ekki af verri endanum og hef ég smakkað nokkra. Það virðist vera að Íslendingar séu aðeins að koma til í þessum efnum.

Giljagaur jólabjór nr. 14. 
Þessi bjór er með 10% áfengisinnihald og því er einn bjór mátulegur. Bjórinn er gerjaður með þremur mismunandi gerstofnum og þurrhumlaður. Hann er mjög góður og gefur skemmtilegt eftirbragð.

Jóla Kaldi
Bjórinn er kopar- og aðeins rauðleitur lagerbjór. Mikið caramel malt einkennir bjórinn sem gefur honum skemmtilegan jólalit og einnig má finna fyrir karamellu í bragði. Hann gefur góða fyllingu og er hann með þeim betri jólabjórum sem ég hef smakkað

Annars klikkar ekki Tuborg jólabjórinn og Víking jólabjórinn fyrir þá sem eru að reyna fyrir sér í þessum efnum og eru þeir mest seldu hér á landi. Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir