Blaðamaður Landpóstsins á vettvangi

Mynd: Sigríður Rut

Blaðamaður Landpóstsins fór á mótmælafund sem haldinn var í kvöld við bandaríska sendiráðið. Mótmælin voru gegn því að bandaríska ríkisstjórnin styði Ísrael í árásum sínum á Gazasvæðinu í Palestínu. 

Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælunum og Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, sagði að hann minntist þess varla í 40 ára mótmælasögu við þetta sendiráð að þar hafi verið fleiri. Lögregla telur að yfir 1000 manns hafi verið á staðnum. 

Fjöldi stjórnmálamanna voru þar einnig til að mótmæla og tók meðal annars Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra til máls. Hann krafðist meðal annars þess að Bandaríkjamenn stöðvi blóðbaðið á Gaza, rjúfi herkvínna og veiti frjálsri Palestínu alþjóðlega vernd og endaði hann ræðu sína á því að segja „Obama stop the massacre“.

Frá því að hernaðaraðgerðir hófust fyrir sex dögum hafa yfir 100 Palestínumenn og þrír Ísraelsmenn fallið í árásunum. Meirihlutinn í Palestínu eru óbreyttir borgarar og þar á meðal börn undir tveggja ára aldri, en Palestína er herlaust land. Ástandið á spítölum á Gazasvæðinu er skelfilegt en þar vantar allar helstu nauðsynjar og allar deildir eru yfirfullar af særðu fólki.

Innanríkisráðherra Ísraels segir að Gaza ströndin verði sprengd aftur á miðaldir og slær hugmyndir um vopnahlé Palestínumanna út af borðinu. Hann segir tilganginn vera að tryggja öryggi Ísraelsríkis næstu fjóra áratugina.

Obama lýsti yfir stuðningi sínum við Ísraelher í fréttum í gær og sagði að þeir ættu rétt á því að verja sig. 


Ögmundur Jónasson. (mynd: Sigríður Rut)


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir