Bleikur dagur í Háskólasetri Vestfjarđa

Bleikur dagur í Háskólasetri Vestfjarđa - Myndir Ingibjörg Snorra
Bleikur dagur er í Háskólasetri Vestfjarða í dag, erlendu nemendurnir fengu pönnukökur í fyrsta sinn og einn þeirra á afmæli.


Víða er haldinn bleikur dagur í dag 12. október, en október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Fólk er hvatt til að njóta dagsins, klæðast bleiku og vekja um leið athygli á árveknisátakinu.

Fjölmörg fyrirtæki halda upp á bleikan dag í dag á Ísafirði eins og Hárkompaní, sem ætlar að láta 500 kr. renna til Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á Ísafirði, fyrir hverja bleika hárvöru sem selst. Bræðraborg ætlar að skreyta með bleiku og klæðist starfsfólk bleiku og mun innkoma af seldum kaffibollum renna til Sigurvonar.

Í Háskólasetrinu voru margir nemendur klæddir einhverju bleiku og þeir erlendu fræddir um átakið, þeim færðar pönnukökur og sungið fyrir afmælisbarnið Katrínu frá Þýskalandi, sem var að vonum ánægð.

Ingibjörg Snorra

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir