Bleikur fíll í Afríku

Albinóa fílsungi
Mynd af bleikum fíl náðist á filmu í Botswana.

 

Náttúruljósmyndari tók myndir af fílskálfi, er hann sá hann inní hjörð af áttatíu fílum í Okavango Delta. Sérfræðingar telja kálfinn sennilega vera albínóa, en það er afar sjaldgæft afbrigði meðal fíla í Afríku. Slíkir fílar eiga erfitt uppdráttar og lífslíkur þeirra afar litlar, brennandi heit sólin getur orsakað blindu og húðvandamál hjá kálfinum.

Myndatökumaðurinn sagðist aðeins hafa séð kálfinn í örfáar mínútur á meðan hjörðin átti leið hjá. “ Þetta var einstaklega spennandi stund fyrir alla í hópnum. Við vissum að þetta væri afar sjaldséð sjón, enginn trúði sínum eigin augum”.

Albínóafílar eru sjaldan alveg hvítir, þess í stað eru þeir rauðbrúnir eða bleikir.

Á meðan hvítir albinóafílar eru taldir frekar algengir á meðal Asískra fíla, er það mun sjaldgæfara á meðal stærri fílategunda í Afríku.

Hvað verður um þessa albinóakálfa er ráðgáta, því að þetta er í fyrsta skiptið þau tíu ár sem fílar hafa verið rannsakaðir á þessu svæði, sem að þeir nást á mynd. Þetta er sennilega fyrsti albinóa kálfurinn sem hefur náðst á mynd í norður-Botswana.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir