Blúndukökur

Blúndukökur. Mynd: Kristín
Aðventan er að fara að ganga í garð og þá er tíminn til að byrja að baka. Það er svo yndislegt þegar kökuilmurinn fyllir húsið og allir koma saman til að njóta með ískaldri mjólk.


Blúndukökur 

100 gr Smjör, brætt
3 dl Haframjöl
1 og 1/2 dl Kókosmjöl
1 og 1/2 dl Sykur
1 tsk Lyftiduft
1 msk Hveiti
1 Egg

Súkkulaði, það sem þér finnst best, venjulegt-, appelsínu- eða hvítt súkkulaði. Brætt yfir vatnsbaði og kökunum dýft ofan í þegar þær eru komnar út úr ofninum og orðnar kaldar.

Aðferð:
Bræðið smjörið og hellið yfir haframjölið og hrærið vel saman. Svo er öllu bætt við og hrært vel saman. Búið til litlar kúlur, setið á bökunarpappírinn og inní ofn. Bakið við 190 gráður í 5 mín.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir