Börnin eru yndisleg

þúsund kallinn
Ég var staddur hjá frænda mínum í gær þegar sonur hans koma heim sem er 5 ára gutti. Hann gekk inn skælbrosandi og hélt á þúsund króna seðli.

Faðir hans spurði hann hvar hann hefði fengið þúsund kallinn, sá litli sagði að vinur hans hefði gefið honum hann. Frænda fannst eitthvað vera gruggugt við það og hringdi í föður drengsins. Eftir smá spjall kallaði föðurinn á strákinn og spurði hann hvort hann hefði verið að gefa vini sínum þúsund krónur, sá litli svaraði já, ég er hættur að safna peningum! Þúsund kallinum var skilað til eigandans í dag og verður hann því að halda söfnun sinni áfram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir