Börnum mismunað af kennurum?

Hafnfirskir foreldrar eru margir hverjir ævareiðir yfir efni fréttar sem birtist á visir.is nú í morgun. Þar kemur fram að Stjórn grunnskólakennara Hafnarfjarðar fari fram á að fá betri mat á vinnustað sínum en þeir gera. 

Þeir hafa þurft að bíða í biðröðum með börnunum eftir að fá mat og er maturinn oftast upphitaður. Finnst þeim óréttlátt að starfsfólk bæjarskrifstofunnar fái mat frá Skólamat þar sem þeim stendur til boða ávaxtafylltur lambaframpartur með sætkartöflusósu og súpu á meðan kennararnir þurfa að láta sér nægja bjúgu og kartöflustöppu.

Þeir segja einnig að þetta komi niður á móral á kaffistofunni þar sem kennararnir eru ekki vel mettir og þeir þurfi að borga meira fyrir matinn heldur en stendur í kjarasamningum. Vilja þeir sjá breytingar á þessu og leggja til að þeir fái matinn meðal annars afgreiddan inn á kennarastofu.

Spurningin er þá sú hvort kennurum finnist þeir eiga rétt á betri mat en börnin? Dæmi hver fyrir sig. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir