Breivik í hungurverkfalli

Fjöldamorðinginn norski, Anders Behring Breivik, hefur nú ákveðið að fara í hungurverkfall þar til að hann fær það sem hann biður um; betri tölvuleiki, sófa og íþróttasal.

 

Breivik hefur fengið 21 árs fangelsisdóm fyrir að myrða 77 manneskjur árið 2011. Þennan dóm má framlengja þegar tíminn er liðinn.

Samkvæmt bréfi sem var sent til The Associated Press og annarra fjölmiðla er Breivik harðákveðinn í að halda þessu hungurverkfalli til streitu þar til  hann annað hvort fær það sem hann biður um eða þá að hann deyr. Meðal þess sem  Breivik hefur beðið um er að hann fái aukið frelsi til samskipta við umheiminn, betri loftkælingu og að PlayStation 2 leikjatölvunni í fangelsinu verði skipt út fyrir nýrri.

Tom Jordet, lögfræðingur Breiviks, hefur staðfest að þetta bréf sé raunverulega frá honum komið og segir að skjólstæðingur sinn bíði nú aðeins eftir viðbrögðum frá fangelsisyfirvöldum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir