Breytingar á húsaleigubótum í vændum

Mynd: Kristín Guðrúnardóttir
Nýtt frumvarp verður tekið fyrir á Alþingi varðandi breytingar á húsaleigubótum fyrir nema.

Síðar í vikunni mun fara fram umræður á Alþingi varðandi breytingu á húsaleigubótum til nema. 
Frumvarpið fjallar um að bæta stöðu námsmanna sem leigja húsnæði í sama sveitarfélagi og lögheimili þeirra er í. 
Samkvæmt lögum um húsaleigubætur á nemi sem þarf að leigja íbúðarhúsnæði vegna náms síns aðeins rétt á húsaleigubótum ef hið leigða húsnæði sé í öðru sveitarfélagi en lögheimili nemans. Á þeim landsvæðum þar sem sveitarfélög hafa sameinast og orðið víðáttumikil blasir við að námsmenn í slíkum sveitarfélögum geta staðið frammi fyrir því að hljóta engar húsaleigubætur þótt svo það langt sé frá lögheimili þeirra á skólastað að þeir eru nauðbeygðir til að flytja þaðan og búa nær skóla á meðan á námi þeirra stendur.

Nái þessi breyting fram mun það þýða fyrir þá námsmenn sem eiga lögheimili í sama sveitarfélagi en vegalengd frá lögheimili að skóla sé meiri en 30 km, munu eiga rétt á húsaleigubótum og að heimilt verði að greiða húsaleigubætur til námsmanns þótt að vegalengdin sé minni en 30 km, séu samgöngur erfiðar til og frá skóla.

Munu þessar breytingar eflaust koma sér vel fyrir nema.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir