Brómberjahleđsla, já takk!

Mynd: MS
Í byrjun mánaðarins setti Mjólkursamsalan nýjan hleðslu og prótein drykk á markað, brómberjahleðslu. Hann er mjög góður, sérstaklega fyrir þá sem eru vandlátir á próteindrykki. Undirrituð er ein af þeim sem fær klíjuna af flestum próteindrykkjum en þessi nýji próteindrykkur frá MS, brómberjahleðsla er undantekning.
Hann er rosalega ferskur og bragðgóður og hentar vel beint eftir góða líkamsræktaræfingu eða jafnvel bara sem millimál. Hrein snilld.
Drykkurinn inniheldur hágæða mysuprótein sem henta sérstaklega vel til vöðvauppbyggingar.
Í hleðslu er notaður agavesafi í stað hvíts sykurs, innihaldslýsingin er þessi: Mysupróteinþykkni, agavesafi (9%), brómber (4%), ylliberjasafi (2%), tapíókasterkja, grænmetisþykkni, bragðefni, jógúrtgerlar.

MS fær prik í kladdann.

Myndina fékk undirrituð lánaða hjá MS. Slóðin á hana er neðsta heimildin.

Hrefna Sif Jónsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir