Brúnhaus slapp við boltann

Bleikt.is er vefur sem gefur sig svo sem ekki út fyrir að ætla að bjarga heiminum á nokkurn hátt, er víst „Vefur fyrir drottningar“....  
Skrifin þar eru heldur ekki alltaf til þess fallin að verma jafnréttishugsjónina né halda á lofti þeirri staðreynd að konur eru jú líka menn. 
Eitt nærtækt dæmi birtist á vefnum fyrir nokkru. 
Þar var sýnt myndbandsbrot og eini textinn með því var ákaflega einfaldur: Hverjar eru líkurnar á þessu?? Það er þó yfirskrift fréttarinnar sem slóg mig alveg út af laginu en hann var: Bolti í haus ljósku.
Fyrsta hugsun mín var: Er þessi vefur í alvöru hugsaður fyrir konur?  Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum einasta kvenmanni í hug að setja þessa yfirskrift á frétt, myndband eða nokkuð yfirleitt...?! 

Myndbrotið sýnir þýsku fréttakonuna, Jessica Kastrop, þar sem hún er í beinni fótboltalýsingu á fréttastöðinni Sky Sports. Í miðjum klíðum kemur boltinn svífandi og skellur í höfuð fréttakonunnar. Tek fram að það er öldungis alveg rétt að atvikið sjálf er harla ólíklegt og frábært og fyndið og allt það en...
 
Málið er að það hefði verið svo ótrúlega auðvelt að viðhalda virðingu þessa fréttamanns með örlítið annarri yfirskrift, til dæmis bara: Bolti í haus fréttakonu...!
Svona í alvöru talað – eru einhverjar líkur á að hefði boltinn lent í höfði stæðilega dökkhærða karlþularins sem stóð við hliðina á henni, að yfirskriftin hefði orðið: Bolti í brúnhaus?

Konur og aðrir menn - koma svo....

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir