Charlie Sheen með uppistand

Charlie Sheen

Leikarinn Charlie Sheen hefur nú sett saman uppistand sem hann kallar „Violent Torpedo of Truth/Defeat is not an Option“. Sheen fékk heldur óblíðar móttökur þegar hann frumflutti verkið í Detroit í gærkvöldi.

Sýningin þótti einhæf og leiðinleg og á endanum bauluðu áhorfendur á Sheen. Sýningin, sem átti að vera 70 mínútur, stóð yfir í tæpa klukkustund þar sem Sheen sneri ekki aftur á sviðið eftir tónlistaratriði. Fjölmargir gengu ósáttir út af sýningunni og vildu fá endurgreitt.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir sýninguna.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir