Chelsea hyggja á stórfelldar breytingar á Brúnni

Englandsmeistarar Chelsea hafa gefið út tilkynningu þess efnis að fyrirhugað sé að stækka heimavöll þeirra Stamford Brigde. Hefur félagið óskað eftir því við borgaryfirvöld í London að fá leyfi fyrir framkvæmdunum. Bíður félagið því nú eftir svari og segja að ekki verði hægt að byrja á breytingunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili.

Chelsea hefur spilað á Stamford Brigde frá árinu 1905 og síðasta endurnýjun á mannvirkinu var á tíunda áratug síðustu aldar. Áformað er að fjölga sætum í 60,000 en völlurinn tekur nú um 41,600 manns í sæti. Það er töluvert minna en heimavellir annarra stórliða í Englandi. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 500 milljónir punda eða 100 milljarðar íslenskra króna. Ásamt því að stækka völlinn áætlar félagið að gera alla aðstöðu fyrir áhorfendur betri og sjá til þess að öll sæti bjóði upp á gott útsýni yfir leikvanginn. 

Tölvuteiknuð mynd af Stanford Bridge framtíðarinnar

Hugmynd að Stamford Bridge framtíðarinnar


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir