Clockwork Orange og kenningar Freuds

Alex DeLarge

Clockwork Orange er kvikmynd eftir Stanley Kubrick sem er byggð á sögu eftir Anthony Burgess. Fyrir mér er hún klassísk og horfði ég á hana um daginn og fannst mér svolítið gaman að horfa á hana eftir að ég var búin að læra um Freud og kenningar hans. Ég gat tengt saman kenningar hans um frumsjálfið, sjálfið og yfirsjálfið saman við karakterinn í myndinni. 

Aðalhetjan í sögunni er Alex hann er hneigður til ofbeldis og er mjög uppreisnagjarn. Hann og félagar hans mynda klíku og eru allir sem einn ólöghlýðnir fantar sem stunda líkamsárásir og nauðganir sér til skemmtunar. Einn daginn næst Alex og er fangelsaður. Í fangelsinu býðst honum að taka þátt í meðferð sem á að gera afbrotamenn afhuga ofbeldi. Axel býður sig fram, en meðferðin fer ekki sem skyldi. Alex er sprautaður með einhverju lyfi og honum síðan sýndar svo margar ofbeldismyndir að hann fær ógeð á öllu ofbeldinu, svo mikið ógeð að hugsunin ein um það fær hann til að kúgast. 

Kenning Sigmund Freuds

Sigmund Freud taldi að vitundin skiptist í tvennt, í meðvitund og undirmeðvitund. Í meðvitundinni er allt sem við hugsum og munum. Í undirmeðvitundinni eru hugsanir sem við erum ekki vör við og allskyns skrítnir hlutir sem við höfum takmarkaðan aðgang að. Hann vildi meina að allir einstaklingar hefðu gott og vont í sér, þá hafa þeir annarsvegar ástar og lífsþrá en hinsvegar dauða og eyðileggingahvöt sem eru sífellt að togast á. Hann skipti sjálfinu í þrennt, frumsjálfið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (super ego). Frumsjálfið sem er í undirmeðvitundinni, eru dýrslegu þarfirnar eða skrímslið innra með okkur og stjórnast af vellíðunarlögmáli sem er fullnægt þegar við sinnum því. Yfirsjálfið eru þær reglur sem eru innra með okkur sem samfélagið setur og er yfirsjálfið samviskan sem bælir niður dýrslegu þarfirnar okkar. Samfélagið er því sífellt að móta okkur sem einstaklinga. Sjálfið er nokkurs konar milliliður eða vitund sem stjórnast af raunveruleikalögmálinu. Raunveruleikalögmálið er hin rökræna hugsun og reynir sjálfið að koma á ró á þessari stanslausu togstreitu sem verður á milli frumsjálfsins og yfirsjálfsins. Ef við náum ekki stjórn á þessari togstreitu verðum við að mati Freuds taugaveikluð og kvíðin. 

Ef við myndum horfa á Axel útfrá þessum kenningum Freuds er það ljóst að sjálfið hans er ekki nógu sterkt til þess að stjórna þessum sterku dýrslegu kenndum sem búa innra með honum. Frumsjálfið hefur yfirhöndina þangað til að samfélagið eða yfirsjálfið grípur inní með því að reyna troða lög og reglum í hugsanir hans. Á endanum er yfirsjálfið orðið það sterkt hjá honum að Axel kúgast við alla tilhugsun um dýrslegu hvatir sínar þar sem læknarnir reyndu að lækna hann með því að skilyrða hann. Læknarnir töldu því að þeir höfðu fundið hina fullkomnu leið til að gera glæpamenn að góðborgurum. En þarna togast á yfirsjálfið og frumsjálfið þar sem sjálfið nær ekki að koma á ró þarna á milli. Á tímabili verður hann taugaveiklaður og reynir að fremja sjálfsvíg þar sem hann hefur enga stjórn á þessari togstreitu. Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir