Dagbókin er besti vinur minn

Október er runninn upp í öllu sínu veldi og áður en ég veit af sit ég við borðstofuborðið í jólakjólnum og borða jólasteikina.

Skólarnir eru komnir á fullt núna, allir meðlimir heimilisins komnir í rútínu, frúin byrjuð í skólanum, drengirnir í sínum skólum og eiginmaðurinn skundar á hverjum virkum morgni í vinnuna. Allt eins og það á að vera.

En þegar heimilið inniheldur fjóra fjölskyldumeðlimi þá þarf að hafa góða dagbók sér við hlið þar sem allt á milli himins og jarðar er ritað. Þar skrifa ég meðal annars hvaða próf ég þarf að fara í og hvenær, hvaða fyrirlestra ég þarf að hlusta á, hvaða verkefnum ég þarf að skila, skrifa á Landpóstinn (loksins) og margt margt annað.

Núna dæla kennararnir verkefnum til manns alveg vinstri og hægri, nokkur próf sniglast líka inn á milli og þegar svona vikur og dagar eru framundan þá er gott að hafa dagbókina góðu sér við hlið til þess að maður standi við skil á réttum tíma, muni eftir því að mæta í próf og minnir sjálfan sig á afmælisboð.

Ég er ekki frá því að dagbókin sé nýji besti vinur minn.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir