Dagskrá Ţjóđhátíđar í mótun

Ţjóđhátíđ 2012!
Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið ein vinsælasta útihátíð Íslands um árabil. Forsala miða er þegar hafin og eru skipuleggjendur farnir að birta hluta úr dagskránni nú þegar. 


Fyrsta hljómsveitin til þess að verða bókuð þetta árið var Úlfur Úlfur en hún hefur náð miklum vinsældum undanfarna mánuði, þá sérstaklega með lagi sínu ,,Ég er farinn” en það hefur fengið mikla spilun í útvarpi undanfarna mánuði.

Þungarokkssveitin HAM hefur einnig verið bókuð en þeir munu koma fram á Þjóðhátíð í fyrsta skipti í ár. Einnig hefur karlakórinn Fjallabræður verið bókaður en það mun vera þriðja árið í röð sem þeir koma fram á hátíðinni. Þeir hafa notið mikilla vinsælda á Þjóðhátíð í þessi tvö skipti og vonandi munu þeir halda því áfram.

Síðast, en alls ekki síst, hefur Páll Óskar boðað komu sína á hátíðina en böll hans á Þjóðhátíðum undanfarinna ára hafa slegið rækilega í gegn. Páll mun þó ekki einungis skemmta á kvöldin en hann kemur einnig fram á barnaskemmtun sem er á daginn.

Fyrstu forsölu er lokið og hækkar miðaverð úr 13.900 krónum í 16.900 krónur frá og með deginum í dag. Verðið mun svo hækka enn frekar í 18.900 krónur frá og með 1.ágúst. Þjóðhátíð verður svo þjófstartað með Húkkaraballinu fimmtudaginn 2.ágúst en eiginleg setning hátíðarinnar er föstudaginn 3.ágúst. Frídagur verslunarmanna þetta árið er mánudagurinn 6.ágúst.

Áhugasamir geta bókað sér miða í Herjólfsdal á dalurinn.is


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir