Dalvíkingurinn mikli, Júlli Júll

Júlíus á góđri stundu

Júlíus Júlíusson, stundum kallaður Dalvíkingurinn mikli er viðmælandi Landpóstsins þessa vikuna.  Júlli er flestum vel kunnur norðan heiða enda athafnamaður mikill og kemur víða við. 

Hann er kannski einna þekktastur fyrir að standa að Fiskideginum mikla.  Fiskidagurinn mikli er orðin ein vinsælasta “bæjarhátíð” landsins og slær aðsóknarmetið árlega, enda gestrisni Dalvíkurbúa rómuð og allir fara saddir og sáttir.  Að auki er Júlli í stjórn félagskaparins Matur úr héraði sem nýverið stóð fyrir stórri matarsýningu á Akureyri og þar var enn eitt aðsóknarmetið slegið.  Aldarafmæli Landsmóts UMFÍ  verður haldið á Akureyri í júlí 2009og er Júlli einn af skipuleggjurum í stjórn mótsins.  Að sjálfsögðu er stefnt að því að slá enn eitt aðsóknarmetið og  mega bæjarbúar búast við troðfullum bæ og metþátttöku.  

 

Fyrir flesta væri þetta meira en fullt starf en ekki Júlla.  Nú bíður hann spenntur eftir að fá bók úr prentun.  Jólabók sem hann skrifaði fyrir börn og Sunna Björk Hreiðarsdóttir myndskreytti.  Önnur bók er í vinnslu, um allt annað efni, eða  matreiðslubókin, Meistarinn og áhugamaðurinn, þar sem Meistarinn Friðrik V og áhugamaðurinn Júlíus elda flókna og ekki svo flókna fiskirétti.  Þegar blm. talaði við Júlla varð nokkru sinnum að gera hlé á samtalinu þar sem hann stendur í flutningum þessa dagana og er að innrétta nýtt hús. Verktakinn (sem er með skrifstofu við hlið Júlla, enda allir nágrannar og vinir á Dalvík) bankaði nokkru sinnum og þurfti áríðandi svör vegna baðinnréttinga og fl.  Næsta mál er því að koma sér fyrir í nýju húsi, fara í smá frí og boða til aðalfundar hjá LHM, Landsamtök hátíða og menningarviðburða, en þar fer Júlíus Júlíusson með formennsku. Eftir það skiptir Júlli eflaust um gír og fer í jólabúninginn en hann heldur úti vinsælum vef www.julli.is og er jólavefurinn hans sérstaklega vinsæll.   

Hvernig skilgreinir þú þig? Ég er íslendingur, norðlendingur, Eyfirðingur, Dalvíkingur, eiginmaður, faðir og vinur. 

Hver er þinn kjarni? Trúin á hið góða og jákvæða. 

Staða: þe. Hjúskapar, búskapar og önnur stöðulýsing: Ég er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla og er giftur Grétu Arngrímsdóttur kennara og eigum þrjú börn, Júlíu Margréti 1988, Eið Mána 1999 og Valgerði Maríu 2002. 

Hvernig er að búa á Dalvík og hvers vegna Dalvík? Það er dásamlegt að búa á Dalvík, fjöllin, fiskurinn, friðurinn, fegurðin og fólkið. 

Bakgrunnur: Minn bakgrunnur er lífið og sú reynsla sem ég tókst á við í gær, daginn þar áður, í siðustu viku og........ 

Hvernig er starfið – staðan? Starfið mitt er skemmtilegt, fjölbreytt og margir þættir sem ég þarf að takast á við og það er einnig álagstengt. 

Framtíðarárform: Að gera heiminn jákvæðari. 

Eftirminnilegur dagur: Það eru margir dagar sem eru eftirminnilegir t.d dagurinn sem ég kynntist konunni minni hann er sérstaklega eftirminnilegur núna því á meðan að þetta er ritað eru 20 ár síðan að við felldum hugi saman. Að taka á móti börnum sínum er einstakt og það er ekkert sem toppar það. En svo ég nefni aðra daga eða stundir sem koma upp í hugann hér og nú þá get ég nefnt, er við Gréta ásamt vinum okkar sigldum niður Níl við sólsetur, er ég stóð við Dalvíkurkirkju og horfði á þátttakandur í Vináttukeðjunni gefa hver öðrum knús, er ég sat í  Borgarleikhúsinu og sá verkið mitt fæðast, er ég og vinir mínir lentum í sjálfheldu í Upsafjalli, er ég frétti að annar af fjallgönguvinunum hafi látist í bílslysi og að lokum dagur/nótt sem ég gleymi aldrei þegar vinir mínir lentu í bílslysi og Jón Geir Stefánsson lést.   

Ef þú mættir og gætir farið í tímavél, farið hvert sem er og hitt hvern sem þú vilt – hvert ferðu og með hverjum ertu:  Það er margt sem kemur upp í hugann en ég myndi velja að fara 50 – 70 ár aftur í tímann og heimsækja góða og vel valda bæi í Svarfaðar- og Skíðadal, kynnast fólki sem ég hef heyrt svo margt um en fyrst og fremst myndi ég vilja upplifa friðinn sem býr í norðan stórhríð stitjandi við kerta eða lampaljós og úti er ekkert nema hið misskilda en dásamlega myrkur. 

Matarboð: hvað er í boði? Hver eldar og hverjir sitja við borðið ?
Hér er nú hægt að skrifa svo margt, við eigum svo mikið af góðum vinum sem gaman er að borða með. En að þessu sinni myndi ég elda....ég hef svo gaman af því. Þetta væri 5 rétta fiskveisla með sérpöntuðum vínum og eftirréttur frá konunni minni.  Fiskurinn væri Humar, saltfiskur, steinbítskinnar, svartfugl og þorskhnakki. Við borðið myndu sitja ásamt okkur hjónum gestir sem gætu lært af matseldinni minni
J, Jamie Oliver, Úlfar Eysteins, Nigella og Friðrik V. ásamt mökum.

 

 

Mynd: Dagsljós, Finnbogi Marinósson  

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir