Dásemdar desember á Græna Hattinum

Ómar Guðjónsson og Jónas Sig á tónleikum á Græna Hattinum nú í nóvember. Mynd/Græni Hatturinn
Það er óhætt að segja að desemberdagskrá Hauks Tryggvasonar og félaga á Græna Hattinum sé af rándýrustu gerð. Fyrstu desembertónleikarnir verða fimmtudaginn 6.desember en þá mæta bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir og verða með tvískipta tónleika. 


Fyrir hlé eru Ife Tolentino og Óskar að spila og eftir hlé kynnir Ómar nýja plötu sína. Föstudaginn 7.desember mæta svo Dúkkulísurnar á svæðið og fagna þar 30 ára afmæli sínu. Helginni lýkur svo með Jónasi Sig og Ritvélum Framtíðarinnar á laugardagskvöldinu.

Skúli Mennski, Magni, Jón Jónsson og Hjaltalín munu svo öll troða upp á Græna Hattinum fyrir jól og veislan heldur áfram á milli jóla og nýárs en þá spila meðal annars Ásgeir Trausti, Helgi og Hljóðfæraleikarnir og Moses Hightower.

Hátíðarnar verða haldnar heilagar á Græna Hattinum og eflaust geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í jólamánuðinum. Forsala er þegar hafin á ýmsa tónleika í Eymundsson og á midi.is og því er um að gera fyrir áhugasama að huga að miðamálum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir