Dabbi Rún reddar flugeldasýningunni

Áramótin væru ekki eins ef flugeldasýningin leggðist af

Til stóð að halda ekki flugeldasýninguna í ár sem ávallt hefur fylgt áramótabrennunni hér á Akureyri.  Björgunarsveitin hefur undanfarin ár séð um halda flugeldasýninguna en töldu sig ekki geta gert það núna, þar sem erfiðlega gekk að fá aðila til að standa straum af kostnaðinum.

Davíð Rúnar Gunnarsson eða Dabbi Rún var heldur betur hissa þegar hann sá þessar fréttir og skrifaði á Facebook síðuna sína ,,what engin flugeldasýning á Akureyri á gamlárskvöld hvaða rugl er þetta“. Innan við klukkutíma síðar greinir hann frá því að hann sé búinn að redda þessu.

Í samtali við Vikudag tjáir Dabbi Rún sig um málið og segir að það hafi ekki komið annað til greina af hálfu Vina Akureyrar, sem hann er partur af, en að bjóða Akureyringum uppá veglega flugeldasýningu á gamlárskvöld, líkt og hefur tíðkast undanfarin ár og eftir að hann gekk í málið þá hefði ekki tekið langan tíma að fá aðila til samstarfs.

Þetta virtist leggjast vel í fólk, allavega ef marka má þá vini hans sem að skrifuðu athugsemdir við færsluna hjá honum þar sem honum er hrósað útí eitt fyrir að redda þessu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir