Disney að klikka

Kvikmyndafélagið Walt Disney gaf nýverið út myndina John Carter sem fjallar um hermannin John Carter sem verður fangi 3 metra hárra geimvera á Mars, hann nær að sleppa úr prísund þeirra og kynnist þar prinsessu sem rekin hefur verið frá völdum.

John Carter átti að vera stærsta kvikmynd Walt Disney í ár og kostaði hún um 250 milljónir dollara og auglýsinga kostnaður við hana nam rúmum 100 milljónum dollara. Myndin hefur tekið inn 184 milljónir dollara frá frumsýningu og taka kvikmyndahúsin helmingin af þessari upphæð og reikna Disney menn  með 200 milljóna dollara tapi á henni en það nemur um 25,4 milljörðum króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Disney framleiðir dýra mynd sem nær engan veginn að borga sig upp. Í fyrra gáfu þeir út tölvuteiknimyndina Mars Needs Moms og kostaði sú mynd 150 milljónir dollara og tók aðeins inn um 40 milljónir dollara.

Það er spurning hvort að Disney ættu að hætta að gera myndir sem gerast á Mars!

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir