Dómsyfirvöld í Tékklandi međ hálfgerđa sýningu

Mynd Reuters: Prag í Tékklandi.

-Fólki brugðið yfir þungum fangelsisdómi íslenskra stúlkna í Tékklandi

Tvær íslenskar stúlkur sem teknar voru með um 3 kíló af kókaíni á alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi fyrir rúmu ári, voru nú fyrir stundu dæmdar í sjö ára og sjö og hálfs árs fangelsi í tékkneskum réttarsal. Þórir Gunnarsson fyrrum ræðismaður í Tékklandi sagði í samtali við blaðamann Landpóstsins að stúlkurnar hefðu verið í mikilli geðshræringu eftir að dómur var kveðinn upp. „Ástandið er bara ömurlegt hérna. Dómurinn er í meira lagi skrýtinn og það er eins og allt frá upphafi þessa máls hafi dómsyfirvöld verið með einhverja sýningu í gangi, hálfpartinn mont,“ segir Þórir sem átti von á mun vægari dómi.


Stúlkurnar sem nú eru 19 ára, voru einungis 17 ára þegar þær voru handteknar. Þórir hefur fylgt máli stúlknanna eftir frá upphafi en hann hætti nýlega sem ræðismaður í Tékklandi eftir að hafa verið búsettur í landinu í rúmlega 20 ár. Hann vildi fylgja máli stúlknanna til lykta. „Við vorum að búast við þriggja til fjögurra ára dómi. Þetta er því mikið áfall,“ sagði Þórir. Þegar stúlkurnar voru handteknar síðla árs 2012 var mikið verið gert úr málinu í fjölmiðlum í Tékklandi. Þórir furðar sig á því hvernig sú umfjöllun var sett fram og eins furðar hann sig á vinnubrögðum dómsyfirvalda. „Dómarinn virðist vera með margar rangar forsendur, hún misskildi skjölin,“ sagði fyrrum ræðismaðurinn við blaðamann.

Foreldrar annarrar stúlkunnar voru viðtaddir og sagði Þórir að um mikið áfall hefði verið að ræða fyrir alla sem komu að málinu. Hann ræddi við aðstendur stúlkunnar sem voru harmi sleginir. Ákveðið var að áfrýja dómnum strax eftir að hann var kveðinn upp, en Þórir er ekki viss um hvenær sú áfrýjun verður tekin fyrir. Það geti verið eftir vikur eða mánuði jafnvel. Stúlkurnar munu líklega þurfa að sitja 2/3 af dómnum í fangelsi en tíminn sem þær hafa setið í gæsluvarðhaldi dregst frá dómnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir