Dömulegir dekurdagar á Akureyri um helgina

Dömulegir dekurdagar verða haldnir í fimmta sinn á Akureyri helgina 11 – 14 október. Þessi helgi einkennist af skemmtunum og ýmsum tilboðum sem henta öllum vinkonum, systrum, mæðgum og frænkum.

Ýmis fyrirtæki munu bjóða uppá ýmiskonar afslætti á dömulegum vörum víðsvegar um Akureyrabæ, sem dæmi má nefna verða tónleikar haldnir í Hofi og á Græna Hattinum, konukvöld á Glerártorgi með kynningum, tónlist og huggulegheitum, ýmsir upplestrar, ókeypis verður í  ýmiskonar líkams- og heilsurækt hjá líkamsræktarstöðunum Bjargi og Átaki. 

Haldin verður Íslandsfrumsýning á rómantísku gamanmyndina Hope Springs með Meryl Streep í aðalhlutverki. 

Mössubúð á Glerártorgi mun bjóða uppá happdrætti, axlanudd, og tískusýningu. 

Café Björk í Lystigarðinum mun bjóða upp á bleikar kökur og drykki í tilefni helgarinnar, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrir áhugasama má sjá dagskrá dömudaga í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir