Draumar verđa stundum ađ veruleika

Draupnir međ einum keppanda fegurđarsamkeppninar

Ásókn í sjálfboðaliðastörf ýmiss konar hefur aukist síðustu árin á Íslandi. Vinsælt er að fara til framandi landa sem sjálfboðaliði í skóla, í heilsugæslu, á heimili fyrir munaðarlaus börn eða í vinnu vegna dýra í útrýmingarhættu. Flestir sjálfboðaliðar fara á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta – AUS, Námsferða, Nínukots og Skiptinemasamtakana AFS. Framandi lönd eins og Indland, Kína, Kenýa, Sambía, Nepal, Perú, Venesúela og Gvatemala eru í boði, ásamt mörgum fleirum. Ævintýragirni, útþrá og þörf fyrir það að hjálpa er yfirleitt það sem drífur umsækjendur áfram. 

Draupnir Rúnar Draupnisson, kennari, nemi og flugþjónn, er einn þeirra sem lét langþráðan draum verða að veruleika er hann fór til Indlands árið 2010 að kenna fátækum börnum ensku. Hann rifjar hér upp eftirminnilega dvöl sína þar í landi. 

Ég lagði land undir fót í byrjun árs og kvaddi Ísland fullur tilhlökkunar til þess að takast á við þetta spennandi, en væntanlega krefjandi verkefni. Loksins var komið að því sem ég hafði stefnt að í svo mörg ár. Hægt var að velja á milli margra mismunandi leiða og að vel íhuguðu máli ákvað ég að fara til Jaipur að kenna á vegum Námsferða og byrja á viku undirbúningsnámskeiði í Delhí, höfuðborg Indlands. Námskeiðið var lærdómsríkt og það var gott að kynnast aðeins landi og þjóð áður en kennslan hófst. Dagskráin fólst í fræðslu um Indland, söguna, trúarbrögð, siði, venjur og hindíkennslu. Viku síðar flutti ég mig um set til Jaipur. Borgin er í Norður­Indlandi og er kölluð bleika borgin, en henni er skipt upp í gömlu og nýju Jaipur. Í gamla hlutanum er skylda að húsin séu bleik á litinn og þaðan kemur nafnið. Borgin er ein best skipulagða borg Indlands, samkvæmt ferðasíðunni Travel Guru, og búa þar rúmlega þrjár milljónir manna, sem telst lítið á indverskan mælikvarða. Hindúatrú er ríkjandi í Jaipur, eins og víðast á Indlandi.

Æðisgenginn matur

Ég valdi að búa hjá fjölskyldu á meðan á dvölminni stóð og keypti fæði af henni. Maturinn var í einuorði sagt magnaður og einungis grænmetisfæði.Ég vissi ekki að hægt væri að elda svona endalausar útgáfur af grænmeti, baunum og grasi ogláta það bragðast eins gómsætt og bragðmikiðog raun bar vitni. Alltaf var verið að elda á heimilinu og smakkaði ég ótal mismunandi rétti ogvar allt jafn gott. Fjölskyldan mín var mjög trúuðog borðaði einungis grænmeti og ávexti ogeins var það með alla sem ég kynntist í Jaipur.Strangtrúaðir hindúar eru grænmetisætur ogborða því aldrei dýraafurðir af neinu tagi. Éghélt að það myndi líða yfir ömmuna á heimilinu þegar ég sagði þeim að fiskur væri ein aðalútflutningsvara okkar Íslendinga og hafði égsterklega á tilfinningunni að hún hefði ekki hafthugmynd um að til væri fólk sem borðaði fisk.Lærdómsríkast við að búa inn á fjölskyldu var að kynnastsiðum og venjum fólksins. Fjölskyldan var dugleg að segja frá mörgu sem tíðkast í landinu ogsýna okkur sjálfboðaliðunum myndir og fræðaokkur um hina ýmsu tyllidaga. Ég lærði og upplifði óneitanlega margt með því að vera hjáþeim, sem ég hefði ekki gert ef ég hefði verið ágistiheimili eða sem hefðbundinn ferðamaður.

Misjafnir siðir og tíðir tyllidagar

Íbúar Jaipur iðkuðu trú sína af kappi og var algengt að heyra fólk tala um trúmál og hina ýmsuguði, en hindúar sjá guði í mörgu, s.s. trjám,kúm, fljótum og maurum. Eitt það fyrsta semaugu erlendra beinast að á Indlandi eru kýrnarúti um allt. Þær eru heilagar og má ekki borðaþær. Haraldur Ólafsson mannfræðingur segirfrá því á Vísindavefnum að nautadýrkun hafiverið algeng í ýmsum fornum trúarbrögðum ogvoru þau mikils virt. Í hindúasið eru kýr á vissan hátt bannhelgar og bannið við að borða þærmjög gamalt. Talið er að upphafið að því sé aðnautum hafi verið fórnað og gefin guðunum tilneyslu og fólki ekki ætlað að neyta fórnarkjöts,eða kjöts af neinu tagi. Þannig hafa kýr haftþessa sérstöðu í árþúsundir innan hindúasiðar.Í hindúatrú eru mörg þúsundir guða og allireiga þeir sinn dag.  Einn daginn áttu allar konur að vera í appelsínugulum fötum,annan dag mátti ekki borða neitt með salti,enn annan dag áttu allir að fasta o.s.frv. Fólkiðsem ég kynntist fastaði mjög oft. Þau föstuðu tilheiðurs hinum ýmsu guðum, eða vegna þessað látinn ættingi hefði átt afmæli og einnig tilminningar um látna ættingja og vini. Fjölskyldan mín fastaði fjórða hvern sunnudag þar semafinn í fjölskyldunni dó árið áður og gerðu þauþað honum til heiðurs.Auk daganna sem helgaðir voru hinum ýmsuguðum eru margar hátíðir á Indlandi og einþeirra frægustu er Holi hátíðin. Það er ævafornhátíð litanna, eða vorhátíð, og er hún haldin ílok vetrar. Umtalað er hversu mikilfengleg hátíðarhöldin eru í kringum Holi hátíðina í Jaipur ogkoma margir ferðamenn í heimsókn á þessumtíma til þess að njóta hennar. Ég var svo heppinn að upplifa hana og vorum við sjálfboðaliðarnir önnum kafnir alla Holi helgina og skemmtum okkur konunglega. Þá helgi var einnig frægtárlegt fíla­festival í Jaipur. Risastór viðburðursem ferðamálaráð stóð fyrir á íþróttarleikvangi í bleika borgarhlutanum og voru þúsundirmanna þar samankomnir. Hátíðin stóð í fjóraklukkutíma og voru fílarnir aðalstjörnurnar, fagurlega skreyttir, kepptu í fegurðarsamkeppni ogspiluðu boltaleik og fleira áhugavert.

10.000 krónur á mánuði

Sjálfboðaverkefnið mitt var í einkaskóla semheitir Akshar. Hann er rekinn fyrir fátæk börnsem tilheyra lægstu stétt Indlands og búa viðbágar aðstæður. Akshar er stofnun sem nokkrirgóðir Indverjar komu á fót fyrir rúmum 15 árumsíðan, í febrúar 1996. Stofnunin er eingöngurekin með styrktarfé frá fólki og fyrirtækjum ogfær ekki fjármagn frá stjórnvöldum og treystirþví eingöngu á velgjörðafólk. Fimm Akshar skólar eru í Jaipur og eru þeir reknir í húsnæði annarra skóla. Það hentar vel þar sem reksturinn er mjög erfiður og í rauninni á stofnunin ekkert.Kennararnir voru á lágum launum og fengu um10.000 krónur á mánuði fyrir 6 daga vinnuviku.Það var undir meðallaunum í Indlandi semvoru um 12.000 krónur á mánuði samkvæmtskólastjóranum. Skólastjórinn sagði mér einnigað meðallaun kennara væru helmingi hærri íöðrum skólum og færi því starfsfólkið frá þeimef það fengi aðra betur launaða vinnu. Ég tókstrax eftir því að þau sem unnu í skólanum mínum voru yndisleg og gerðu sitt allra besta við að kenna börnunum sem mest, en þau voru sjálf ekki með mikla menntun né reynslu varmér sagt. Það átti þó ekki við um skólastjórann,Karnika Datta, sem er  sálfræðingur að mennt,algjört hörkutól og virkilega klár kona. Hún rakskólann með harðri hendi og af mikilli ástríðu og var yndislegt að fylgjast með henni að störfum. Karnika var sífellt að leita leiða til þess að bæta námið fyrir nemendurna, finna styrktaraðila, hafa uppi á fátækum börnum sem ekkiganga í skóla og einnig að bæta þekkingu ogfærni kennaranna. Algjör snillingur og stofnuninsvo sannarlega heppin að hafa hana.

Bannað að nota stóla og borð

Í skólanum voru rúmlega 200 nemendur frá 4 ára og upp í 14 ára. Allur gangur var á því í hvaða bekk hver og einn var þar sem sum þeirra byrja í skóla 10 ára og þar eftir götunum. Þau voru svo færð upp, eða niður, eftir getu og var ég smá tíma að venjast þessu fyrirkomulagi. Í sama bekknum var kannski meirihluti nemenda 9 ára og svo inn á milli einn og einn nokkrum árum eldri eða yngri og var eðlilega mikill stærðar og þroskamunur á þeim. Aðbúnaður nemendanna var einfaldur og sátu þeir á gólfinu í beinni röð. Skólabyggingin tilheyrði flottum einkaskóla sem var vel búinn en okkar nemendur máttu bara nota hluta hennar. Þeir sátu t.d. alltaf á gólfinu því þeir máttu ekki nota borð né stóla ríku barnanna. Nemendurnir okkar biðu alltaf fyrir utan hlið þar til einkaskólanemendurnir voru farnir úr skólanum og þá var þeim hleypt inn á skólalóðina. Ég hafði það á tilfinningunni að ríku börnin vissu ekki af þeim fátæku og mættu ekki sjá þau. Á Indlandi er sorglega mikil stéttarskipting, byggð á eldgömlu erfðastéttakerfi. Fólki er raðað niður í dilka eftir uppruna sem hefur áhrif á möguleika þeirra á öllum sviðum, þ.ám. í menntunarmálum. Samkvæmt Vísindavefnum er uppruni skiptingarinnar talin ná um 3500 ár aftur í tímann og var hún formlega afnumin og bönnuð, samkvæmt stjórnarskrá, eftir að Indverjar öðluðust sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Erfitt hefur þó reynst að uppræta gamla fordóma í garð lægri stétta og er það helst yngra fólk og fólk í stórborgum sem hefur snúið baki við hefðunum en því miður lifa þær góðu lífi á landsbyggðinni. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var í eftir tign og virðingu. Prestar voru í efstu stéttinni, næst komu aðalsmenn og hermenn, þar á eftir kaupmenn og iðnaðarmenn, svo bændur og verkamenn. Svo var talað um fimmta hópinn en hann skipuðu þeir ósnertanlegu og unnu þeir óhrein störf eins og við götusópun, leðurvinnu og sútun. Vissar reglur giltu um samskipti stéttanna eins og að giftast innan sinnar stéttar og að neyta aðeins matar sem fólk úr sömu eða æðri stétt hefur búið til. Nemendurnir í mínum skóla tilheyra fjölskyldum í neðstu þrepunum sem hafa þurft að þola útskúfun úr samfélaginu öldum saman en neyðist samt til þess að vinna öll erfiðustu og ógeðfelldustu störfin sem fólk úr öðrum stéttum fæst ekki til þess að vinna. Menn erfa hlutverk sitt í samfélaginu og trúir fólkið því að eftir dauðann geti sál hvers og eins endurfæðst ofar eða neðar í valdastiga þjóðfélagsins. Fólk leggur sig því fram við að sinna sínum skyldum og vonast til þess að endurfæðast ofar í skiptingunni í næsta lífi. Aldrei varð ég var við að nemendurnir væru að velta fyrir sér af hverju þeir mættu ekki nota eitthvað af búnaði einkaskólans, nemenda úr efri stétt, sem var beint fyrir framan okkur daglega, s.s. borð og stóla. Enginn heimavinna var í skólanum og var mér sagt að það væri einfaldlega ekki hægt vegna aðstæðna nemendanna heima fyrir. Stofnunin lagði til skólabækur og ritföng og máttu nemendur ekki fara með það út úr byggingunni. Mér fannst allir leggja sitt af mörkum til þess að þau lærðu sem mest í skólanum en þetta voru erfiðar aðstæður sem kennararnir unnu við á sínum lágum launum. Sem dæmi má nefna að sum börnin mættu ekki svo vikum skipti í skólann, og ýmislegt kom upp á, enda aðstæður flestra barnanna virkilega erfiðar. Sum bjuggu langt frá skólanum og önnur urðu að hjálpa til heima fyrir og komust því ekki alltaf í skólann. Stundum sá ég ný andlit vikum eftir að ég byrjaði í skólanum og hélt að nemandinn væri nýr eða hefði verið veikur, en var þá sagt að viðkomandi hefði ekki komist í skólann í nokkrar vikur og ekkert væri við því að gera. Í skólanum var mjög mikill agi og oft þurfti ég að sitja á mér þegar kennararnir slógu blessuð börnin. Á Indlandi tíðkast að nemendur séu slegnir ef þeir gera ekki allt eftir bókinni og fannst mér ömurlega erfitt að horfa upp á það. Mér fannst börnin svo góð og prúð og sýna kennurunum svo mikla virðingu. Því fannst mér svo skrýtið að kennararnir finndu ástæðu og þörf hjá sér til þess að slá og skamma börnin. Nemendur stóðu alltaf upp þegar einhver kennari kom inn í skólastofuna þeirra, sögðu herra og frú og var framkoma þeirra ótrúlega falleg. Börnin voru svo skemmtileg og virtust svo lífsglöð þrátt fyrir sín erfiðu lífsskilyrði. Þau voru í skólaeinkennisbúningi og sum grútskítug og illa til höfð en samt svo geislandi og falleg. Þau voru mjög misjafnlega stödd í enskunni, sem og öðrum námsgreinum. Sum töluðu varla orð í ensku en önnur töluðu hana reiprennandi. Börnin tóku mér rosalega vel og voru vægast sagt áhugasöm út í nýja útlenska sjálfboðaliðakennarann og fá að koma að lesa og spjalla. Fyrst voru þau yngstu örlítið smeyk, þar sem þau höfðu aldrei séð hvítan mann áður, en svo voru þau farin að hanga í mér áður en langt um leið. Ég var fyrsti sjálfboðaliðinn í skólanum þeirra og oft og iðulega myndaðist örtröð í kringum mig því þau vildu öll fá að koma og heilsa mér daglega, segja eitthvað við mig á ensku og helst snerta mig. Oft hlógu þau bara og hlógu þegar þau sáu mig þar sem þeim fannst ég svo fyndinn þótt ég væri ekkert að segja né gera.

Aldrei séð orðabók

Ég kenndi ensku í 3., 4., 5. og 6. bekk og voru tæplega 30 nemendur í hverjum bekk. Manishja heitir enskukennarinn þeirra og fylgdi ég henni eftir í kennslu. Yfirleitt kenndi hún krökkunum námsefni af töflunni fremst í stofunni og ég sat aftast og fékk nemanda til mín einn í einu. Þau voru ekki vön því að fá tíma ein með kennara, heldur sátu vanalega öll í röð á gólfinu og hermdu eftir hvort öðru og svöruðu öllu saman í kór. Það var því kærkomið fyrir þau að vera ein með kennara og fá allan þann tíma, skilning, og þolinmæði sem þau þurftu.  Þegar ég var búinn að fara 3­4 umferðir yfir bekkina fór ég að finna mun á þeim í að spjalla og sjá miklar framfarir í lestri, bæði í framburði og skilningi. Til að byrja með lét ég nemendur einungis lesa fyrir mig. Svo bætti ég við hægt og sígandi og fór að láta þau svara spurningum upp úr því sem þau lásu. Fljótlega var svo komið gott kerfi sem var þannig að byrjað var á að spjalla í dágóða stund, svo lásu þau og voru spurð út í innihaldið og að lokum leituðu þau að orði í orðabók. Þau höfðu aldrei séð orðabók áður en voru orðin þrælklár í að leita í henni. Ég spurði þau til dæmis hver væri uppáhalds ávöxturinn þeirra og lét þau svo leita að orðinu í orðabókinni. Það var skemmtileg og hagnýt æfing fyrir þau og var ómetanlegt að sjá hversu færnin kom fljótt hjá þeim. Spjallið við þau kom einnig vel út og var árangursrík leið til þess að stuðla að framförum. Ég byrjaði á því eftir að hafa áttað mig á að sum þeirra voru góð í að lesa en skildu ekki hvað þau voru að lesa og gátu ekki talað neitt, eða svarað einfaldri spurningu eins og um það hvað þau væru gömul. Nemendurnir virtust hafa gaman af kennslufyrirkomulaginu og voru fullir af áhuga á því að bæta sig í enskunni og vissu hversu nauðsynlegt það er að tala hana. Opinber tungumál landsins eru hindí og enska. Samkvæmt Námsgagnastofnun er áætlað að á Indlandi sé að finna 30 aðskilin tungumál og 2000 mállýskur. Þegar Indverjar sem tala ólík tungumál eiga samskipti sín á milli er enskan notuð og gegnir hún lykilhlutverki á vinnumarkaðnum. Indland er næst fjölmennasta ríki heims og íbúarnir rúmlega milljarður. Samkeppnin um störf er gríðarleg og er því áríðandi að ná góðum tökum á ensku til þess að eiga möguleika á atvinnu. Í einkaskólum á Indlandi er einungis töluð enska og er það til þess að undirbúa nemendur fyrir framtíðina. Nemendurnir læra einnig hindí ítarlega en mega ekki tala það sín á milli í skólunum.

Gjafir slógu í gegn

Fljótlega var ég farinn að kvíða fyrir kveðjustundinni, en það er einn af leiðinlegu fylgifiskunum þess að ferðast, að þurfa að kveðja það frábæra fólk sem maður kynnist. Ég trúi alltaf á það og treysti að ég eigi eftir að hitta fólk aftur síðar á ævinni og geri allt sem ég get til þess að það verði að veruleika. Þegar ég var að undirbúa brottförina frá Íslandi hafði ég farið í fyrirtæki og fengið gjafir til þess að gefa á Indlandi. Nokkur fyrirtæki létu mig fá blöðrur og penna til þess að gefa börnunum og var ég þeim óendanlega þakklátur fyrir. Pennar eru eins og gull í fátækum löndum og algengt er að fólk betli penna af útlendingum frekar en peninga. Ég gaf öllum nemendum penna þegar brottförin nálgaðist og sagði þeim að bráðum yrði ég að fara aftur heim þar sem dvöl mín væri brátt á enda. Síðustu dagana mína var ég svo heppinn að annarprófin voru að byrja og litaðist því skólastarfið af þeim og dró athygli frá brottförinni minni. Ég notaði tækifærið í loka lestraryfirferðinni að láta nemendurna lesa yfir texta um góða heilsusamlega siði og ræddi svo við þau um ýmislegt, s.s. um að bursta tennurnar daglega, klippa neglur reglulega, fara í hrein föt, greiða hárið sitt, drekka hreint vatn og baða sig. Þetta voru atriði sem ég vildi endilega koma að áður en ég færi og þá sérstaklega um það að bursta tennur og klippa neglur. Kom í ljós að heima hjá mörgum þeirra var það varla gert eða örsjaldan. Ég náði vonandi að fá þau til þess að tileinka sér það að gera þetta mjög reglulega og bursta tennurnar kvölds og morgna.                       Þegar ég kom fyrst í skólann og byrjaði að kenna hélt ég að tungumálið þeirra hindí væri eins og arabíska, lesið frá hægri til vinstri, en svo er ekki. Þetta hélt ég þar sem þau snéru öllu við, eða flestu. Langflest þeirra rugluðu saman stöfum eins og b og d, f og t, og lásu öll tveggja og þriggja stafa orð aftur á bak, s.s. no í staðinn fyrir on. Það sem gat speglast eða lesist á marga vegu vafðist fyrir flestum nemendum. Margt af þessu er vel þekkt hjá yngstu nemendunum þegar þau byrja að lesa, en þarna voru þau flest öll með þessi vandamál í öllum bekkjunum. Einnig lásu þau án þess að reyna að skilja um hvað lesefnið var og giskuðu á orðin. Sáu upphafsstafina og bulluðu svo eitthvað. Auk þess voru þau flest einstaklega gjörn á það að rugla saman líkum orðum eins og were og very og enginn stoppaði á punkti svo ég taki dæmi um helstu vandamálin sem blöstu við mér í byrjun verkefnisins. Mér til mikillar gleði var þetta liðin tíð tæpum þremur mánuðum seinna. Vissulega voru þau misgóð í enskunni en þessar miklu og áberandi villur voru horfnar og aldrei lenti ég í því síðustu vikurnar að þau rugluðu saman stöfum eða stoppuðu ekki á punkti. Það sem skipti þó mestu máli var að þau reyndu að skilja hvað þau voru að lesa. Einnig gátu þau öll orðið svarað og spjallað og voru löngu hætt að endurtaka spurningar sem ég spurði þau, eins og í byrjun. Var dásamlegt að upplifa framfarirnar sem orðið höfðu á ekki lengri tíma. Frábærast fannst mér þó að finna hvað þau voru áhugasöm í því að bæta sig og fyndu með sér von um það að geta orðið reiprennandi í ensku í framhaldi af hvatningunni frá mér.

Aldrei samur aftur

Dvöl mín í Indlandi kenndi mér svo margt og gerði mig að svo miklu betri, víðsýnni og fordómalausari manni. Ég hafði svo gott af því að stíga út fyrir minn þægindaramma á Íslandi og takast á við krefjandi og lærdómsríkt verk eins og þessi sjálfboðavinna var. Einnig eignaðist ég góða vini sem ég mun vonandi eiga að alla tíð. Dásamlegt var að kynnast hinum sjálfboðaliðunum sem voru að vinna í hinum ýmsu verkefnum. Anita, frá Þýskalandi, var eins og ég í þrjá mánuði. Hún er kennari á eftirlaunum og hefur farið margsinnis í sjálfboðastörf, m.a. til Pakistan, Tansaníu og Rúanda. Hún hafði frá svo mörgu forvitnilegu að segja að oft vorum við kjaftstopp yfir ótrúlegu ævintýrunum sem höfðu hent hana. Sem dæmi tók hún þátt í því að smygla nýfæddum dreng úr landi í Pakistan. Þar hafði maður barnað vinnukonu á heimili sínu og þótti ekki annað við hæfi en að bera barnið út. Anita og önnur þýsk kona skárust í leikinn og tóku drenginn og smygluðu til Þýskalands, þar sem hann hefur lifað góðu lífi og er orðinn læknir í dag. Þótt heimurinn harðnandi fari er sem betur fer fullt af góðu, gefandi, og heilsteyptu fólki sem vill láta gott af sér leiða og hjálpa þeim sem minna mega sín. Það eru algjör forréttindi að fá að kynnast því með eigin augum. Ég verð aldrei samur eftir þessa reynslu og vona að allir sem áhuga hafa og tök á drífi sig í sambærileg verkefni sem í boði eru úti um víða veröld.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir